176
Deilan mikla
mentinu. En getur nokkuð það verið á himnum, sem þurfi hreinsunar
við? í 9. kapítula Hebreabréfsins er greinilega bent á hreinsun, bæði
hins jarðneska og himneska helgidóms: “Og sam-kvæmt lögmálinu
er það nálega alt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning
án blóðs. Það var því óhjákvæmilegt að þessar eftirmyndir þeirra
hluta, sem á himnum eru, yrðu hreinsaðar með slíku (blóði fórnar-
dýra), en fyrir sjálft hið himneska þurftu til að koma betri fórnir en
þessar”
það er hið dýrmæta blóð Krists.
Hreinsunin verður að fara fram með blóði, bæði við hina virki-
legu athöfn og eftirlíkinguna. Að því er eftir-líkinguna snertir verður
hreinsunin að fara fram með dýrablóði, en hin með blóði Krists. Páll
gefur það sem ástæðu fyrir því að öll hreinsun verði að fara fram
með blóði, að án blóðs sé engin uppgjöf syndar möguleg. Upp- gjöf
[241]
eða það að afmá syndina er það sem framkvæma á. En hvernig getur
synd átt sér stað í sambandi við helgi-dóm, hvort heldur hann er á
himni eða jörðu? Þetta sést á eftirmyndar athöfninni, því verkið sem
prestarnir fram-kvæmdu á jarðríki var “eftir mynd og skuggi hins
himneska”
Athöfnin í hinum jarðneska helgidómi var í tveimur atriðum.
Prestarnir framkvæmdu fórnir á hverjum degi í helgidóminum, en
æðsti presturinn bar fram sérstaka fórn einu sinni á ári í hinu allra-
helgasta, til hreinsunar helgidómsins. Daglega komu hinir iðrandi
syndarar með fórnir sínar að tjaldbúðardyrunum, þeir lögðu hendur
sín-ar á höfuð fórnardýrsins, játuðu syndir sínar, og var það ímynd
þess að þeir flyttu syndasekt sína frá sjálfum sér til hins saklausa
fórnardýrs. Því næst var dýrinu slátrað. “Og eigi fæst fyrirgefn-
ing án úthellingar blóðs”, segir postulinn, “því að líf líkamans er í
blóðinu”
Þegar brotin voru lög Guðs var krafist lífs þess er braut. Blóðið,
sem táknaði hið glataða líf syndarans, var af prestinum borið inn í
helgidóminn og þar stökt út frammi fyrir fortjaldinu, en á bak við það
var örkin, sem í voru geymd lög þau, sem syndarinn hafði brotið, og
fórn-ardýrið tók á sig syndabyrði hins brotlega. Með þessari athöfn
var syndin í táknum flutt inn í helgidóminn með blóðinu; en síðan
átti presturinn að neyta kjötsins, eins og Móses hafði fyrir skipað
Heb. 9 : 22, 23.
Heb. 8:5.
2.
Móse 17 : 11.