Hvað er helgidómurinn?
177
sonum Arons, er hann sagði: “Og hann (Guð) hefir gefið ykkur hana
(
syndafórnina) til þess að burttaka misgjörð safnaðarins og friðþægja
fyrir þá frammi fyrir Drotni”
Báðar athafnirnar gáfu til kynna
flutning syndarinnar frá hinum iðrandi syndara inn í helgidóminn.
Þannig var sú athöfn, sem fram fór dag eftir dag, og ár eftir ár.
Þannig voru syndir Ísraelslýðs færðar inn í helgidóminn og sérstök
athöfn var nauðsynleg til þess að afmá þær. Guð skipaði svo fyrir að
fórn væri fram borin fyrir hverja hinna helgu deilda fyrir sig: “Og
hann skal friðþægja þannig fyrir helgidóminn, vegna óhreinleika
fsraelsmanna og vegna misgjörða þeirra í hverju sem þeir kunna
að hafa syndgað. Og eins skal hann fara með samfundatjaldið, sem
stendur neðal þeirra, mitt í óhreinleika þeirra”. Fórn var einnig fram
[242]
borin fyrir altarið, til þess að “hreinsa það og helga það, vegna
óhreinleika Ísraelsmanna”
Á hinum mikla friðþægingardegi á hverju ári, fór presturinn inn í
hið allra helgasta til þess að hreinsa helgidóminn. Sú athöfn sem þar
var framkvæmd full-komnaði alt ársstarfið. Á friðþægingardaginn
voru tveir geithafrar leiddir inn í dyr tjaldbúðarinnar og var þar
varpað um þá hlutkesti; var “einn hlutur fyrir Drottmn og hinn
annar hlutur fyrir Asasel”
Og hafurinn sem hlutur Drottins féll
á, átti að slátrast sem synda-fórn fyrir fólkið; og presturinn átti að
fara með blóð hans inn fyrir tjaldið og stökkva því á náðarstólinn
og fyrir framan náðarstólinn. Sömuleiðis átti að stökkva blóðinu
á fórnaraltarið sem var fyrir framan tjaldið: “Og Aron skal leggja
báðar höndur sínar á höfuð hins lifandi hafurs og játa yfir honum
öll afbrot Ísraelsmanna og allar mis-gjörðir þeirra, í hverju sem þeir
kunna að hafa syndgað; og hann skal leggja þær á höfuð hafursins
og senda hann út á eyðimörk með manni, sem til þess er ferðbúinn;
og hafurinn skal bera á sér öll afbrot þeirra til óbygða, og hann
skal sleppa hafrinum á eyðimörku”
Hafurinn kom aldrei aftur til
bústaðar Ísraelsmanna, og maðurinn sem fór með honum varð að þvo
sjálfan sig og föt sín úr hreinu vatni áður en hann kom í herbúðirnar
aftur.
3.
Móse 10 : 17.
3.
Móse 16 : 16, 19.
3.
Móse 16 : 8.
3.
Móse 16 : 21, 22.