Page 182 - Deilan mikla (1911)

178
Deilan mikla
Öll athöfnin var til þess gerð og þannig sniðin að hún sannfærði
Ísraelsmenn sem bezt um heilagleik Guðs og þá viðurstygð, sem
hann hefði á syndsamlegu líferni, og enn fremur til þess að sýna
þeim að þeir gætu ekki tekið þátt í syndsamlegum athöfnum án þess
að saurgast af þeim. Allir urðu að auðmýkja sálir sínar á meðan þessi
fórnar-athöfn fór fram. Öll störf urðu að hætta og allur söfn-uður
Ísraels varð að eyða heilum degi í djúpri auðmýkt fyrir Guði, með
bænum, föstum og djúpri sjálfsprófun.
Míkilsverð sannleiksatriði viðvíkjandi friðþægingunni eru kend
í eftirmyndar-athöfninni. Liking var notuð í stað syndarans, en synd-
inni var ekki leynt með blóði fórnardýrsins. Þannig var að farið að
syndin var borin fram í helgidóminn. Með blóðfórninni viðurkendi
syndar-inn vald lögmálsins, játaði syndir sínar og afbrot og lýsti
[243]
[244]
[245]
yfir þrá sinni eftir fyrirgefningu vegna endurlausnarans, sem koma
ætti og trúar sinnar á hann. En hann var samt ekki enn þá algerlega
laus undan dómi lögmálsins. Þegar æðsti presturinn hafði tekið við
fórninni frá fólkinu á friðþægingarhátíðinni, fór hann inn í það allra
helgasta með blóðfórnina og stökti blóðinu á náðarstólinn, einmitt
þar sem lögmálstöflurnar voru geymdar, til þess að full-nægja kröf-
um þess. Því næst tók hann syndirnar upp á sjálfan sig og kom
þannig fram sem meðalgangari, og bar þær út úr helgidóminum.
Hann lagði hendur sínar á hafurinn, játaði þar allar þessar syndir og
flutti þær þannig í líkingu frá sjálfum sér til hafursins; hafurinn ber
þær síðan í burtu, og voru þær skoðaðar sem afmáðar frá fólkinu að
eilífu.
Þannig var sú athöfn er fram fór, “eftir mynd og skugga hins
himneska”, og það sem gert var í líkingu í athöfnum þeim, sem fram
fóru í hinum jarðneska helgi-dómi, er framkvæmt í virkileika í hinum
himneska helgi-dómi. Frelsari vor hóf starf sitt sem æðsti prestur,
eftir að hann var upprisinn. Páll postuli segir: “Kristur gekk ekki inn
í helgidóm höndum gerðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur
inn í sjálfan himininn, til þess að birt-ast fyrir augliti Guðs oss til
heilla”
Starf prestsins alt árið í fyrri deild helgidómsins, “fyrir innan
tjaldið”, sem myndaði dyrnar og aðskildi hinn helga stað frá forgarð-
inum, táknaði það embættis-starf sem Kristur byrjaði þegar hann
Heb. 9 : 24.