Page 183 - Deilan mikla (1911)

Hvað er helgidómurinn?
179
varð uppnuminn. Það var starf prestsins daglega að frambera fyrir
Guði blóð syndafórnarinnar og sömuleiðis reykelsið ásamt bæn-um
Ísraelslýðs. Á sama hátt bar Kristur fram sitt eigið blóð fyrir föður
sínum vor vegna og framber einnig fyrir honum bænir hinna iðrandi
manna, sem trúa, ásamt hinum ljúfa ilm síns eigin réttlætis. Þetta var
sú athöfn, sem fram fór í hinum fyrra hluta helgidómsins á himn-um.
Þannig fylgdu lærisveinarnir Kristi í anda þegar hann varð uppnum-
inn og þeir horfðu á eftir honum og hann hvarf þeim úr augsýn;
þar dvöldu vonir þeirra: “Sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar,
traust og örugt”, segir Páll postuli, “og það nær alla leið inn fyrir
fortjaldið, þangað sem Jesús gekk inn; hann sem er fyrir- rennarinn,
[246]
oss til heilla, orðinn æðsti prestur að eilífu”. “Og ekki gekk hann
heldur með blóð hafra og kálfa, held-ur með sitt eigið blóð, inn í hið
heilaga í eitt skifti fyrir öll, eftir að hafa aflað eilífrar lausnar”
Í átján aldir hélt þetta friðþægingarverk áfram í fyrra hluta helgi-
dómsins. Blóð Krists, sem fram er borið eins og fórn fyrir hina
trúuðu iðrandi menn, ávann þeim fyrirgefningu og friðþægingu við
föðurinn; samt sem áður voru syndir þeirra skráðar á bækur reikn-
ingsskaparins. Eins og friðþægingarathöfnin átti sér stað í eftirlík-
ingar-verkinu í lok hvers árs, þannig er það að áður en endur-lausn-
arverki Krists er lokið, þá fer fram friðþægingarat-höfn, til þess að
burtnema syndina úr helgidóminum. Þetta er sú athöfn, sem byrjaði
þegar hinir 2300 dagar enduðu. Á þeim tíma var það, eins og fyrir
er sagt af Daníel spá-manni, að æðsti prestur vor fór inn í hið allra
helgasta, til þess að framkvæíma síðasta atriði sinnar helgu athafn-ar
að hreinsa helgidóminn. Eins og syndirnar voru fyr meir í trúnni
færðar yfir á fórnardýrið og með blóði þess fluttar inn í hinn him-
neska helgidóm í líkingu, þannig var það í hinum nýja sáttmála að
syndir þeirra sem iðr-uðust, eru í trúnni lagðar á herðar Kristi og í
virkileika fluttar til hins himneska helgidóms. Og eins og eftir-lík-
ingar hreinsun hins jarðneska helgidóms var fram-kvæmd með því
að burtnema þær syndir, sem saurgað höfðu manninn, þannig er það
að hin virkilega hreinsun hins himneska verður framkvæmd með því
að nema brott eða afmá syndirnar, sem þar eru skrifaðar.
En áður en þetta megi ske verður að skoða bækur þær, sem synd-
irnar eru skráðar í, til þess að ákveðið verði hverjir þeir séu sem
Heb. 6 : 19, 20; 9 : 12.