180
Deilan mikla
með trú sinni á Krist og iðrun verð-skuldi að verða hluttakendur í
friðþægingu hans. Hreinsun helgidómsins krefst þess vegna rann-
sóknarverks — dómsúrskurðar. Þessi athöfn verður að fara fram
áður en Kristur kemur til þess að endurleysa fólk sitt; því þegar það
skeður, sem spáð er um í Opnberunarbók Jó-hannesar 22 : 12: “Sjá
eg kem skjótt og launin hefi eg með mér, til að gjalda hverjum og
einum eins og verk hans er”.
Þannig var það að þeir, sem fóru eftir hinu spámann- lega ljósi,
[247]
sáu að í stað þess að Kristur kæmi til jarðar-innar að liðnum 2300
dögum, eða árið 1844, þá var það einmitt tíminn þegar hann fór inn
í hið allrahelgasta í helgidómi himnanna, til þess að framkvæma síð-
ustu at-höfn friðþægingarinnar, sem undirbúning undir komu hans
hingað. Það sást einnig að þrátt fyrir það þótt syndafómirnar bentu til
Krists sem fórnarlambs, og þótt æðsti presturinn táknaði Krist sem
meðalgangara, þá var hafurinn tákn Satans, höfundar syndarinnar,
og á herðar hans verða um síðir lagðar allar syndir þeirra er sann-
lega iðrast. Þegar æðsti presturinn, sem fyrir áhrif blóð-fórnarinnar,
afmáði syndirnar úr helgidóminum, setti hann þær á hafurinn. Þegar
Kristur fyrir áhrif síns eigin blóðs afmáir syndir fólksins frá hinum
himneska helgi-dómi við endalok embættis síns, setur hann þær á
Satan, sem verður samkvæmt hinum síðasta dómi að gjalda hina
hinstu sekt og þola hegningu. Hafurinn var fluttur út á eyðimörk eða
óbygðir og átti hann aldrei framar að koma þangað sem Ísraelsmenn
voru saman komnir. Þannig mun Satan verða að eilífu útlægur gjör
frá nærveru Guðs og folks hans og hann verður með öllu afmáð-
ur þegar tími eyðileggingarinnar að síðustu kemur fyrir syndir og
syndara.
[248]