Í hinu allra helgasta
Atriðið um helgidóminn var sá lykill, sem opnaði leyndardóm
vonbrigðanna, sem urðu árið 1844. Hann opnaði svo að greinilega
sást fullkomið sannleikskerfi, alt í sambandi og fullu samræmi, sem
sýndi að Guðs al-mættishönd hafði stýrt og stjórnað hinum miklu
endur-komu hreyfingum; og komu þá í ljós skyldur þær, sem nú
hvíldu á mönnunum, þegar þeim hafði verið opinberuð afstaða og
verk hans útvalda fólks. Eins og lærisveinar Krists “urðu glaðir er
þeir sáu Drottinn” eftir hina hræðilegu nótt angistar og vonbrigða,
þannig glöddust þeir nú, sem í einlægri trú höfðu vænst endurkomu
hans. Þeir höfðu vænst þess að hann kæmi í mikilli dýrð og verð-
launaði sína trúu þjóna; þegar þær vonir rættust ekki höfðu þeir mist
sjónar á Jesú og þeir sögðu harmþrungnir eins og María hjá gröfinni:
“
Búið er að taka burt Drottinn minn, og veit eg eigi hvar hann hefir
verið lagður”. Nú sáu þeir hann aftur í hinu allra helgasta, þar sem
hann birtist eins og hluttekningarsamur æðsti prestur þeirra og átti
innan skamms að koma fram sem konungur þeirra og frelsari. Ljós
frá helgidóminum Ijómaði upp það sem liðið var, nútíðina og fram-
tíðina. Þeir vissu að Guð hafði leitt þá með sinni óskeikulu forsjá.
Þrátt fyrir það þótt þeir, eins og hinir fyrstu lærisveinar, hefðu ekki
skilið sjálfir boðskap þann er þeir fluttu, þá var hann samt í öllum
atriðum réttur. Þegar þeir boðuðu hann, höfðu þeir uppfylt áform
Guðs, og erfiði þeirra í nafni Drottins hafði ekki verið til einskis.
Þeir endurfæddust með lifandi von; þeir fögnuðu með þeirri gleði,
sem ekki verður með orðum lýst og í sér hafði mikla dýrð fólgna.
248
[249]
Bæði spádómur Daníels 8 : 14: “Tvö þúsund og þrjú hundruð
kveld og morgnar og þá mun helgidómurinn aft-ur verða kominn í
samt lag”, og einnig boðskapur fyrsta engilsins: “Óttist Guð og gefið
honum dýrðina, því stund hans dóms er komin” benti á starf Krists í
hinu allra helgasta; benti á rannsóknardóminn, en ekki á komu Krists
til endurlausnar folks hans og eyðileggingar hins illa. Misskilning-
urinn hafði ekki verið fólginn í misreikn-ingi á spádómstímabilinu,
181