182
Deilan mikla
heldur á þeim viðburðum, sem ske áttu við lok hinna 2300 daga.
Vegna þessa misskiln-ings höfðu hinir trúuðu biðið vonbrigði; samt
sem áður var það alt sagt fyrir í spádómunum og alt sem þeir gátu
vænst samkvæmt því sem í ritningunni var bent til, hafði komið
fram. Einmitt þá, þegar þeir voru að barma sér yfir vonbrigðum sín-
um, hafði viðburður skeð, sem fyrir hafði verið spáð í boðskapnum
og sem hlaut að verða áður en Drottinn gæti birst aftur, til þess að
umbuna þjónum sínum.
Kristur hafði komið, ekki til jarðríkis, eins og þeir væntu, heldur
eins og sýnt var fram á í eftirlíkingunni hafði hann komið til hins allra
helgasta í musteri Guðs í himninum. Honum er lýst af spámanninum
Daníel þannig að hann komi á þessum tíma þangað er “hinn aldr-aði
var fyrir”: “Eg horfði í nætursýninni, og sjá, ein-hver kom í skýjum
himins, sem mannssyni líktist; hann kom þangað sem hinn aldraði
var fyrir og var leiddur fyrir hann”
Þessi koma er einnig sögð fyrir í
spádómi Malakíasar: “Bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá
Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans, sá er þér þráið, sjá hann
kemur, segir Drottinn hersveitanna”
Koma Krists til tjaldbúðar
hans var snögg, og óvænt fólki hans; það bjóst ekki við honum
þar; það vonaðist eftir honum á jarðríki: “í logandi eldi og lætur
hegningu koma yfir þá, sem ekki þekkja Guð og yfir þá, sem ekki
hlýða fagnaðarerindi Drottins vors Jesú”
Þegar Kristur kom í hið allra helgasta, sem æðsti prestur, til þess
að hreinsa helgidóminn, þá rættist það sem um var spáð í Daníelsbók
8 : 14;
það sem við er átt í Daníelsbók 7 : 13, að koma mannsins
sonar þangað sem hinn aldraði var fyrir, og það sem bent er á hjá
Malakías um komu Drottins til síns mikla musteris; þessi atriði öll
[250]
eiga við sama viðburðinn og um þetta er einnig spáð í frásögninni
um komu brúðgumans til brúðkaupsins, sem Kristur skýrir sjálf-
ur í dæmisögunni um hinar tíu meyj-ar og lesa má í 25. kapítula
Matteusar guðspjails.
Í dæmisögunni í 22. kapítula Matteusar guðspjalls er getið um
þetta sama brúðkaup; og rannsóknardómur-inn er greinilega skýrður
þannig að hann átti að fara fram á undan brúðkaupinu: “Konungurinn
kom inn áður en brúðkaupið hófst til þess að skoða gestina og
Dan. 7 : 13.
Malakías 3:1.
2.
Þess. 1 : 8.