Í hinu allra helgasta
185
sem beindi hugum þeirra til helgidómsins á himnum. Sumir féllu frá
trúnni á það, sem þeir höfðu áður útreiknað viðvíkjandi spádóms-
tímabilunum, og tileinkuðu mannlegum eða djöfullegum áhrifum
hin miklu áhrif heilags anda, sem samfara hafði verið endurkomu
hreyfingunni. Aðrir trúðu því staðfastlega að Drottinn hefði með
handleiðslu sinni stjórnað þeim í þeirra fyrri reynslu, og þegar þeir
biðu og báðu og athuguðu og þráðu að vita vilja Guðs, sáu þeir að
hinn mikli æðsti prestur þeirra byrjaði annað þjónustustarf; með
því að fylgja honum í trú, komust þeir einnig svo langt að þeir sáu
síðustu störf safnaðar-ins. Þeir fengu gleggri skilning á boðskap
fyrsta og annars engilsins og voru til þess reiðubúnir að taka á móti
og flytja heiminum hina hátíðlegu aðvörun þriðja engilsins, sem um
er getið í fjórtánda kapítula Opinber-unarbókarinnar.
[255]