184
Deilan mikla
lýkur upp svo að enginn læsir og læsir svo að enginn lýkur upp. Eg
þekki verkin þín — sjá, eg hefi látið opnar dyr standa fyrir þér, sem
enginn getur lokað”
Ásigkomulag hinna trúlausu Gyðinga skýrir ásig-komulag hinna
andvaralausu og trúlausu meðal þeirra, sem játa kristna trú, en hafa
hana ekki í hjarta sínu; þeirra sem af ásettu ráði vita ekki um starf
vors miskunn-sama æðsta prests. Þegar æðsti presturinn, í eftirlík-
ing-ar athöfninni, gekk inn í helgidóminn átti allur Ísraels lýður að
safnast saman umhverfis helgidóminn og auð-mýkja sálir sínar sem
fullkomnast frammi fyrir Guði, til þess að hann gæti öðlast fyrirgefn-
ingu synda sinna og yrði ekki útskúfaður frá Guði. Hversu miklu
meira er það vert að vér á þessum dögum, sem svo gagn-ólíkir eru
eftirlíkingardegi friðþægingarinnar, skiljum verk vors æðsta prests
og vitum hvaða skyldur oss ber að leysa af hendi.
Menn geta ekki afleiðingalaust hafnað þeim aðvör-unum, sem
Guð af miskunn sinni veitir þeim. Boðskapur var sendur frá himnum
á dögum Nóa, og frelsun mann-anna var undir því komin hvernig
þeir tækju á móti þeim boðskap. Sökum þess að þeir höfnuðu þeirri
aðvörun hvarf Guðs andi frá hinni syndugu kynslóð og hún fórst í
hinu mikla flóði. Á dögum Abrahams hætti miskunn-semi Guðs að
áminna hina syndumspiltu íbúa Sódóma, og allir nema Lot ásamt
konu sinni og tveimur dætrum fór- ust í eldi þeim, sem sendur var af
[254]
himni. Þannig var það á dögum Kristis. Sonur Guðs sagði við hina
vantrúuðu Gyðinga þeirra tíma: “Sjá, hús yðar skal yður í eyði eftir
skilið verða”
Þegar vér lítum á hina síðustu daga, segir hinn sami
eilífi kraftur það sem hér er greint um þá sem: “veittu ekki viðtöku
kærleikanum til sannleikans, að þeir mættu verða hólpnir. Og þess
vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lýginni, til
þess að allir þeir verði dæmdir, sem ekki hafa trúað sannleik-anum,
en hafa haft velþóknun á ranglætinu”
Vegna þess að þeir höfnuðu
kenningu orða hans, tók hann anda sinn frá þeim og skilur þeim eftir
blekkinguna, sem þeir elska.
Þegar liðinn var tíminn, sem endaði 1844, kom tíma-bil mikillar
reynslu fyrir þá, sem enn þá héldu fast við trú endurkomunnar. Þeirra
eina huggun, að því er snerti hina réttu afstöðu þeirra, var Ijós það,
Opinb. 3 : 7, 8.
Matt. 23 : 38.
2.
Þess. 2 : 10-11.