Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
“
Og musteri Guðs opnaðist, það sem á himni er, og sáttmáls-
örk hans birtist í musteri hans”
Sáttmálsörk Guðs er í hinu allra
helgasta, hinni annari deild helgidóms-ins. Við þjónustuna í hinni
jarðnesku tjaldbúð, þar sem þjónað var “eftir mynd og skugga hins
himneska”, var þessi deild aðeins opnuð á hinum mikla friðþæging-
ardegi til hreinsunar helgidómsins. Þess vegna bendir yfirlýs-ingin
um það að musteri Guðs sé opnað á himnum, og hitt að sáttmálsörk
hans sást, á það að opnast skuli hið allra helgasta hins himneska
helgidóms árið 1844, þegar Kristur fór þar inn til þess að fullkomna
friðþægingar-verkið. Þeir sem í trú fylgdu hinum mikla æðsta presti,
þegar hann byrjaði þjónustu sína í hinu allra helgasta, sáu sáttmáls-
örk hans. Þegar þeir lásu og hugsuðu um helgidóminn, höfðu þeir
lært að skilja þjónustubreytingu frelsarans, og þeir sáu að hann var nú
að framkvæma verk sitt frammi fyrir sáttmálsörk Guðs og friðþægja
fyrir synduga menn með blóði sínu.
Í örkinni í hinni jarðnesku tjaldbúð voru hinar tvær steintölfur,
þar sem á voru rituð boðorð Guðs heilaga lögmáls. Örkin var að-
eins til þess að geyma í henni lög-málstöflurnar og þessir guðlegu
helgidómar veittu henni það gildi og þá helgi, sem á henni hvíldi.
Þegar musteri Guðs var opnað á himnum, þá sást sáttmálsörk hans.
í hinu allra helgasta í helgidómi himnanna, eru hin guðlegu lög
geymd í heilagri örk — login, sem fram voru borin af vörum Guðs
sjálfs í þrumugnýnum frá Sínaí-fjalli og rituð með hans eigin fingri
á steintöflurnar.
[256]
Lög Guðs í helgidóminum á himnum eru hin miklu frumlög, en
eftirrit það sem skráð var á steintöflurnar og frá er skýrt í Mósebók-
unum, er sönn og rétt afritun þeirra. Þeir sem komust til skilnings um
þetta mikils-verða atriði, sáu þannig hið helga, óumbreytanlega eðli
hinna guðlegu laga. Þeir fundu betur en nokkru sinni áður kraftinn í
orðum frelsarans: “Því að sannlega segi eg yður, þangað til himinn
og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða einn stafkrók-
Opinb. 11 : 19.
186