Page 191 - Deilan mikla (1911)

Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
187
ur lögmálsins undir lok líða, unz það alt er komið fram”
Lögmál
Guðs, sem er opinberun vilja hans, skýring á eðli hans, hlýtur að vara
eilíflega: “eins og hið trúa vitni á himnum”; ekki hefir eitt einasta
boðorð verið úr gildi numið; ekki hefir smástaf eða stafkrók verið
breytt. Sálmaskáldið segir: “Orð þitt, Drottinn varir að eilífu, það
stendur fast eins og himininn”. “Verk hans eru trúfesti og réttvísi,
öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg, örugg um aldur og æfi”
Í sjálfu hjarta boðorðanna er fjórða boðorðið, eins og það var
fyrst framsett: “Minstu þess að halda hvíld-ardaginn heilagan, sex
daga skalt þú erfiða og vinna alt þitt verk, en sjöundi dagurinn er
hvíldardagur, helgaður Drotni Guði þínum; þá skalt þú ekkert verk
vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín,
eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingar, sem hjá þér er innan
borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himinn og
jörðina, hafið og alt sem í þeim er og hvíldist sjöunda daginn; fyrir
því blessaði Drottinn hvíld-ardaginn og helgaði hann”
Andi Guðs hafði djúp áhrif á hjörtu þeirra, sem orð hans rann-
sökuðu; þeir sem sannfærðust um það að þeir hefðu í fávizku sinni
brotið boðorð Guðs, með því að halda ekki helgan hvíldardag skapar-
ans, byrjuðu að rannsaka ástæðurnar fyrir því, að haldinn var helgur
fyrsti dagur vikunnar, í stað þess dags, sem Guð sjálfur hafði helgað;
þeir fundu enga sönnun fyrir því í ritning-unni að fjórða boðorðið
hefði verið úr gildi numið, eða að hvíldardeginum hefði verið breytt;
blessun sú, er helgaði hinn sjöunda dag, hafði aldrei verið á burtu
numin. Þeir höfðu einlæglega og samvizkusamlega leitast við að
gjöra Guðs vilja; þegar þeir nú sáu að þeir höfðu brotið lögmál Guðs,
[257]
fyltust hjörtu þeirra djúpri hrygð og þeir sýndu Guði trú sína með
því að halda hvíldardag hans heilagan.
Margar og ákveðnar voru þær tilraunir, sem gerðar voru, til þess
að svifta þá trú sinni. Engum gat dulist það, að ef hinn jarðneski
helgidómur var ímynd eða eftir-líking hins himneska, þá var lögmál-
ið, sem geymt var í örkinni, nákvæmt eftirrit af lögmálinu í örkinni
á himnum, og það, að viðurkenna sannleikann viðvíkjandi hinum
himneska helgidómi, hlaut að hafa það í för með sér, að viðurkendar
væru kröfurnar í lögmáli Guðs, og þar á meðal sú skylda, að halda
Matt. 5 : 18.
Sálm, 119 : 89; 111 : 7, 8.
2.
Móse 20 : 8-11.