Page 192 - Deilan mikla (1911)

188
Deilan mikla
helgan hvíldardaginn, sam-kvæmt fjórða boðorðinu. Í þessu var fólg-
inn leyndardóm-ur hinnar miklu og bitru mótstöðu gegn samkvæmri
skýr-ingu heilagrar ritningar, sem skýrði embætti Krists í hinum
himneska helgidómi. Menn reyndu að loka þeim dyrum, sem Guð
hafði opnað, og opna þær dyr, sem hann hafði lokað. Hann hafði
sagt: “Sjá, eg hefi látið dyr standa opnar fyrir þér, sem enginn getur
lokað”
Kristur hafði opnað dyrnar hins allra helgasta; ljós skein
um þær opnu dyr helgidómsins á himnum og sýnt var fram á að
fjórða boðorðið væri í lögmálinu, sem þar er greint. Það sem Guð
hefir stofnsett, getur enginn maður koll-varpað.
peir sem meðtekið höfðu ljósið er sýndi meðalgöngu Krists og
óraskanleika lögmáls Guðs, sannfærðust um að þetta var sá sann-
leikur, sem við er átt í fjórtánda kapítula Opinberunarbókarinnar.
Boðskapur þessa kapítula hefir inni að halda þrefalda aðvörun, sem
á að undirbúa þá er jarðríki byggja undir endurkomu Drottins. Boð-
skapurinn sem þannig hljóðar: “Komin er stund dóms hans”, bendir
til síðasta hlutans af starfi Krists, mönn-unum til sáluhjálpar. Hann
boðar sannleika, sem stöð-ugt verður að boða, þangað til frelsarinn
hefir lokið frið-þægingarstarfi sínu og kemur aftur til jarðarinnar til
þess að taka fólk sitt til sín. Dómstarfið sem byrjaði árið 1844 verður
að halda áfram þangað til allir hafa ver-ið dæmdir, bæði lifandi og
dauðir, þess vegna varir það þangað til náðartími mannkynsins er á
enda. Til þess að menn geti staðist dóminn, fyrirskipar boðskapurinn
þeim að “óttast Guð og gefa honum dýrðina”, “og tilbiðja þann,
[258]
sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og upp-sprettur vatn-
anna”. Árangurinn af því, að þessum boð-skap sé veitt móttaka er
skýrður í þeim orðum, sem hér segir: “Hér reynir á þolgæði hinna
heilögu — þeir sem varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm”. Til þess
að vera undír dómsdag búnir verða menn að halda lögmál Guðs.
Það lögmál verður mælisnúra fyrir breytni manna á degi dómsins.
Páll postuli segir: “Því að allir þeir, sem syndgað hafa undir lögmáli,
munu dæmast af lögmáli . ... á þeim degi, er Guð dæmir hið dulda
hjá mönnunum fyrir Jesúm Krist”, og hann segir að “gjörendur lög-
málsins munu réttlættir verða”
Trú er nauðsynleg til þess að halda
Opinb. 3 : 7-8.
Róm. 2 : 12-16.