Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
189
lögmál Guðs, því “án trúar er ómögulegt að þóknast honum”, og
“
alt, sem ekki er af trú, er synd”
Fyrsti engillinn kallar menn til þess að auðsýna Guði lotningu og
lofsyngja honum, og tilbiðja hann sem skapara himins og jarðar. Til
þess að gjöra þetta, verða menn að hlýða lögmáli hans. Spekingurinn
segir: “Ótt-astu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður
að gjöra”
Án hlýðni við boðorð hans getur engin til-beiðsla þóknast
Guði: “Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans
boðorð”. “Sá sem snýr eyra sínu frá, til þess að heyra ekki lögmálið
—
jafnvel bæn hans er andstygð”
Skyldan að tilbiðja Guð byggist á því að hann er skaparinn og
að allar aðrar verur eiga honum tilveru sína að þakka. Og alstaðar
í ritningunni þar sem krafa hans um hlýðni og tilbeiðslu fram yfir
guði heiðingjanna, er fram borin, þá er vitnað í bans skapandi mátt:
“
Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir, en Drottinn hefir gjört
himininn”
“
Við hvern viljið þér samlíkja mér, að eg sé honum jafn?
segir hinn Heilagi. Hefjið upp augu yðar í hæðirnar og litist um. Hver
hefir skapað þetta?” “Því að svo segir Drottinn, sá er himininn hefir
skapað; — hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana
tilbúið. —— Eg er Drottinn, og enginn annar”
Sálmaskáldið segir:
“
Vitið að Drottinn er Guð; hann hefir skapað oss og hans erum
vér”. “Komið, föllum fram og krjúpum niður; beygjum kné vor
[259]
fyrir Drotni, skapara vorum”
Og hinar heilögu verur, sem veita
Guði lotningu í himninum gefa þá ástæðu, sem hér segir. fyrir því
að honum beri hlýðnin: “Verður ert þú, Drottinn og Guð vor, að fá
dýrðina og heiðurinn og máttinn, því þú hefir skapað alla hluti”
Í fjórtánda kapítula Opinberunarbókarinnar eru menn hvattir til
þess að tilbiðja skaparann, og spámaður-inn sýnir flokk, sem heldur
boðorð Guðs, vegna hins þrefalda boðskapar. Eitt þessara boðorða
bendir bein-línis á Guð sem skapara. Fjórða boðorðið hljóðar þann-
ig: “Sjöundi dagurinn er hvíldardagur, helgaður Drotni
Heb. 11 : 6; Róm. 14 : 23.
Préd. 12 : 13.
1.
Jóh. 5 : 3; Orðskv. 28 : 9.
Sálm. 96 : 5.
Jes. 40 : 25; 45 : 18.
Sálm. 100 : 3; 95 : 6.
Opinb. 4 : 11.