Page 194 - Deilan mikla (1911)

190
Deilan mikla
Guði þínum því að á sex dögum gjörðl Drottinn
himinn og jörð, hafið og alt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda
daginn; fyrir því blessaði Drottinn hvíldardag-inn og helgaði hann”
Um hvíldardaginn segir Drottinn enn fremur að hann sé “sam-
bandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni, að eg er
Drottinn, Guð yðar”
Og ástæðan sem fram er færð er þessi: “Því
að á sex dögum gjörði Drottinn himinn og jörð, en sjöunda daginn
hvíldist hann og endurnærðist.
Gildi hvídardagsins, sem minning um sköpunina er það, að hann
viðheldur því ávalt hjá oss, hvers vegna beri að tilbiðja Guð — af
því hann er sá sem skapaði og vér þeir, sem hann hefir skapað.
Hvíldardagurinn er því einmitt undirstaðan undir sannri guðsdýrk-
un, því hann kennir þennan mikla sannleika á fullkomnastan hátt,
og engin önnur stofnun gjörir það sama. Hinn sanni grundvöllur
guðsdýrkunarinnar, ekki einungis á hinum sjöunda degi, heldur öll
guðsdýrkun, er innifalin í mis-muninum milli þess sem skapar og
hins sem skapaður er. Þessi mikli sannleikur verður aldrei í burtu
numinn, og honum má aldrei gleyma”
Það var til þess að halda þessum sannleika stöðug-lega í hugum
manna, sem Guð stofnaði hvíldardaginn í Eden. Og á meðan sá
sannleikur, að hann er skapari vor, verður sem ástæða til þess að
vér tilbiðjum hann, á með- an helzt hvíldardagurinn, sem merki
[260]
þess og áminning. Hefði hvíldardagurinn alment verið haldinn, þá
hefðu hugsanir og tilfinningar manna leiðst til skaparans, sem þess
er tilbiðja ætti og lotningu bæri að veita, og þá hefði aldrei verið
til einn einasti skurðgoðadýrkandi, guðsaf-neitandi né trúleysingi.
Það að halda helgan hvíldardag-inn er merki ura trúfestu við hinn
sanna Guð. “Þann sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og
uppsprettur vatnanna”. Það liggur í augum uppi að boðskapurinn,
sem býður mönnunum að tilbiðja Guð og halda hans boð-orð, krefst
þess sérstaklega að þeir haldi fjórða boðorðið.
Í mótsetningu við þá, sem halda boðorð Guðs og varðveita trúna
á Jesúm, bendir þriðji engillinn á annan flokk manna, og er hátíðleg
viðvörun og óttaleg látin í ljósi gagnvart þeim; hún er á þessa leið:
2.
Móse 20 : 10. 11
Esek. 20 : 20.
2.
Móse 31 : 17.
Andrews, J. N., “Saga hvíldardagsins”, 24. kap