Page 195 - Deilan mikla (1911)

Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
191
Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt
eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiðivíni Guðs”
Ná-
kvæmlega rétt þýðing er nauðsynleg á þeim líkingum, sem viðhafðar
eru til þess að boðskapurinn verði skiljanlegur. Hvað er það sem
dýrið, líkneskið og merkið eiga að tákna?
Dýrið með tvö hornin “lætur alla, smáa og stóra. auðuga og fá-
tæka, frjálsa og ófrjálsa. setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín,
og kemur því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi
merkið, nafn dýrsins eða tölu nafns þess”
Aðvörun þriðja engilsins
er á þessa leið: “Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær
merki á enni sér eða á hönd sína, þá skal hinn sami drekka af reiðivíni
Guðs”. Dýrið sem um er talað í þess-um boðskap, sem hið tvíhyrnda
dýr skipar að tilbiðja, er fyrra dýrið, sem um er getið í þrettánda
kapítula Opin-berunarbókarinnar og líkist pardusdýri — það tákna
páfaveldið. Líkneski dýrsins táknar þann flokk hinna fráföllnu mót-
mælenda, sem fram kemur þegar mótmæl-enda kirkjurnar leita liðs
hjá hinum veraldlegu völdum til þess að lögleiða kenningar sínar.
Merki dýrsins hefii enn ekki verið skýrt.
Eftir aðvörunina um tilbeiðslu dýrsins og líkneski þess segir spá-
dómurinn: “Hér reynir á þolgæði hinna heilögu — þeir er varðveita
boð Guðs og trúna á Jesúm” Með því að þeir sem halda lögmál
[261]
[262]
[263]
Guðs eru þannig teknir sem mótsetning við hina sem tilbiðja dýrið
og líkneski þess og meðtaka merki þess, þá leiðir það af sjálfu sér að
trúfetsi við lögmál Guðs annars vegar og brot þess hins vegar veldur
mismuninum milli þeirra sem Guð tilbiðja og hinna sem tilbiðja
dýrið.
Sérkenni dýrsins og þess vegna einnig líkneskis þess eru brot á
boðorðum Guðs. Daníel spamaður segir um litla hornið, eða páfa-
dóminn: “Hann mun hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lög-
um”. Og Páll postuli kall-ar hið sama afl “mann syndarinnar”, sem
setja mundi sjálfan sig upp yfir Guð. Báðir spádómarnir eiga saman
og fullkomna hvor annan. Það var aðeins með því að breyta lögmáli
Guðs, sem páfavaldið gat sett sjálft sig upp yfir Guð. Hver sem í
fullum skilningi hefði haldið lögmálið eftir að því var þannig breytt,
hann hefði jafn-framt með því veitt hinn mesta heiður því valdi,
Opinb. 14 : 9, 10.
Opinb. 13 : 16. 17.