Page 196 - Deilan mikla (1911)

192
Deilan mikla
sem þannig hafði breytt því. Slík hlýðni við lög páfadóms-ins væri
einkenni á páfadýrkun í stað guðsdýrkunar.
Páfavaldið hefir reynt að breyta lögmáli Guðs; ann-að boðorðið,
sem fyrirbýður skurðgoðadýrkun, hefir af páfavaldinu verið numið
brott úr lögmálinu, og fjórða boðorðinu hefir verið breytt þannig
að skipað hefir verið að halda helgan fyrsta dag vikunnar í stað
hins sjöunda. En páfatrúarmenn gefa það sem ástæðu fyrir því að
sleppa öðru boðorðinu, að það sé ónauðsynlegt, með því að það
sé innifalið í því fyrsta og að þeir kunni að halda lögmál Guðs
nákvæmlega eins og hann hefir ætlast til að það væri skilið. Þetta
getur ekki verið breytingin, sem spá-maðurinn segir fyrir; þar er
átt við breytingu fyrirfram hugsaða af ásettu ráði: “Hann mun hafa
í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum”. Breytingin á fjórða
boðorðinu er það sem átt er við með þessum spádómi. Í því atriði
setur páfavaldið sig opinberlega upp yfir Guð.
Með því að dýrkendur Guðs eru auðkendir af virð-ingu þeirra
fyrir fjórða boðorðinu, af því það er vitni um hinn skapandi mátt
hans og vottur um kröfur hans á lotningu mannanna og tilbeiðslu,
þá verða dýrkendur dýrsins auðkendir af tilraunum sínum til þess
að rífa niður minningu skaparans, í því skyni að upphefja hina róm-
versku stofnun. Það var viðvíkjandi sunnudeginum sem páfaveldið
[264]
kom fram með sínar hrokafullu kröfur og fyrsti sigur þess yfir hinu
veraldlega valdi var að neyða það til þess að fyrirskipa sunnudag-
inn sem “dag Drottins”. Fjórða boðorðið segir: “Sjöundi dagurinn
er hvíldardagur Drottins”. Og samkvæmt orðum Jeseja spa-manns
kallar Drottinn þennan dag “hinn heilaga dag Drottins”
Sú staðhæfing að Kristur hafi breytt helgideginum er hrakin
með hans eigin orðum. Í fjallræðunni sagði hann: Ætlið ekki að
eg sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið og spámennina; eg
er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla;
því að sannlega segi eg yður: pangað til himinn og jörð líða undir
lok, mun ekki einn smástafur eða einn stafkrókur lögmáls-ins undir
lok líða, unz alt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum
minstu boðorðum, og kennir mönn-um það, hann mun verða kallaður
Jes.58 : 13.