198
Deilan mikla
arans; Adam hélt helgan hvíldardaginn eftir að hann hafði fallið og
iðrast, þegar hann var rekinn úr sælubústað sínum. Hvíldardagur-
inn var helgur haldinn af öllum forfeðrum frá Abel til hins rétt-láta
Nóa, til Abrahams og til Jakobs. Þegar hin útvalda þjóð var í útlegð í
Egyptalandi, töpuðu margir sjónar á lögum Guðs mitt í hinni ríkjandi
skurðgoðadýrkun. En þegar Drottinn frelsaði Ísraelslýð, lýsti hann
yfir lögmáli sínu í mikilli dýrð frammi fyrir hinum samansafnaða
fjölda, til þess að fólkið skyldi vita vilja hans og óttast hann og hlýða
honum eilíflega.
Frá þeim degi til þessa tíma hefir þekkingin á lög-máli Guðs
varðveizt á jörðinni og hvíldardagurinn, sem fyrirskipaður er í fjórða
boðorðinu hefir verið haldinn. Þótt “maður syndarinnar” hafi látið
sér takast að fótum-troða boðorðið um hinn heilaga dag Guðs, þá
voru, jafn-vel á þeim dögum er hann ríkti, trúfastar sálir, sem héld-
ust við á leyndum stöðum og gáfu Guði dýrðina með hlýðni við það
boðorð. Síðan á dögum siðabótarinnar hafa altaf verið nokkrir meðal
hverrar þjóðar, sem haldið hafa helgan hinn rétta hvíldardag. Þrátt
fyrir alls konar árásir og ofsóknir hefir stöðugur vitnisburður verið
bor-inn um hið eilífa lögmál Guðs og hina helgu skyldu að halda
hvíldardag skaparans.
Þessi sannindi, eins og þau koma fram í Opinberun-arbókinni,
fjórtánda kapítula, í sambandi við “hinn eilífa fagnaðarboðskap”,
mun aðgreina kirkju Krists við endur-komu hans, því samkvæmt
hinum þrefalda boðskap er það opinberað sem hér segir: “Hér reynir
a þolgæði hinna heilögu — þeir er varðveita boð Guðs og trúna
[271]
á Jesúm”. Og þetta er síðasti boðskapur sem gefinn er fyrir komu
Drottins. Jafnskjótt og þessu hefir verið lýst yfir, sér spámaðurinn
mannsins son, þar sem hann kemur í mik-illi dýrð, til þess að upp-
skera af jörðinni.
Þeir sem meðtóku ljósið viðvíkjandi helgidóminum og óbreytan-
leik Guðs lögmáls, fyltust gleði og undrun þegar þeir sáu hið mikla
samræmi í kerfi sannleikans, sem þeim nú opnaðist og þeir skildu
fyllilega. Þeim var það áhugamál að ljósið sem þeim hafði birst svo
dýrðlegt, mætti einnig birtast öllum kristnum mönnum og þeir gátu
ekki trúað öðru, en að það yrði með gleði meðtekið. En sannleikur,
sem kom mönnum í ónáð hjá heiminum, var þeim ekki velkominn,
þótt þeir þættust vera fylgjend-ur Krists. Hlýðni við fjórða boðorðið
útheimti sjálfs-afneitun, sem fjöldinn veigraði sér við.