Page 201 - Deilan mikla (1911)

Siðabótastarf
197
lögmáli Guðs; lærisveinum Krists er fengið það hlutverk að kippa
því í samt lag aftur, með því að upphefja hinn sanna hvíldardag,
samkvæmt því, sem fyrir er mælt í fjórða boðorðinu, þar sem hann
er fyrirskipaður sem tákn og merki um vald og kraft skapara vors.
Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins”. Þrátt fyrir það
þótt mikið sé af fjarstæðum kenningum og andstæðum hugmyndum,
þá er lögmál Guðs hin óskeikula mælisnúra, sem allar kenningar
og hugmyndir prófast af. Spámaðurinn segir: “Ef þeir tala ekki
samkvæmt þessu orði, þá er það sökum þess að þá brestur ljósið”
Kalla pú af megni og drag ekki af. Hef upp raust þína sem
lúður og kunngjör lýð mínum misgjörð þeirra. og húsi Jakobs syndir
þeirra”. Það er ekki hinn spilti heimur, heldur þeir sem Drottinn
nefnir “lýð sinn”, sem áminning skal hljóta fyrir misgjörð þeirra.
Hann segir enn fremur: “Og þó leita þeir mín dag frá degi og girn-ast
að þekkja mína vegu; þeir heimta af mér réttláta dóma og girnast það,
að Guð komi til, eins og væru þeir þjóð, sem iðkar réttlæti og eigi
víkur frá skipunum Guðs síns”
Hér er talað um flokk, sem heldur
að hann sé réttlátur, og virðist vera mjög ant um að þjóna Guði; en
hin alvarlega og hátíðlega aðfinsla þess er rannsakar hjörtun sannar
það, að þeir fótumtroða hinar heilögu fyrirskipanir.
Spámaðurinn bendir þannig á fyrirmæli þau, sem hafa verið
yfirgefin: “Þá munu afkomendur þeirra byggja upp hinar fornu borg-
arrústir, og þú munt reisa af nýju múrveggina, er legið hafa við velli
marga manns-aldra, og þá munt þú nefndur verða múrskarðafyll-
ir, far-brautabætir. Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast
að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíld-
[270]
ardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins, heiðursdag og virðir
hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf
þín né talar hégómaorð, þá munt þú gleðjast í Drotni”
Þessi spá-
dómsorð eiga einnig við á vorum dögum. Lögmál Guðs var brotið
þegar hvíldardeginum var breytt af hinum rómversku völdum. En nú
er tími kominn til þess að endurreisa þessa heilögu stofnun. Brotið á
að bætast og uppbyggjast skal grundvöllur margra kynslóða.
Adam hélt helgan hvíldardaginn í sakleysi sínu í hinni heilögu
Eden, hvíldardaginn sem helgaður var og blessaður með hvíld skap-
Jes. 8 : 20 (ensk þýðing).
Jes. 58 : 1, 2.
Jes. 58 : 12, 13.