Siðabótastarf
Siðabótaverkið, sem framkvæmast átti á hinum síð-ustu dögum,
er sagt fyrir í spádómi Jesaja: “Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn
og gjörið það sem rétt er; því að jálpræði mitt er í nánd og réttlæti
mitt birtist bráð-lega. Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það
manns-barn, sem heldur fast við það; sá sem gætir þess að van-helga
ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því, að gjöra nokkuð
ilt”. “Og útlendinga, sem gengið hafa Drotni á hönd, til þess að þjóna
honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar
hans: Alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og
halda fast við minn sáttmála, þá mun eg leiða til míns heilaga fjalls
og gleðja þá í bænahúsi mínu”
Þessi orð eiga við á dögum kristninnar, eins og sjá má á sam-
hljóða máli: Herrann Drottinn segir: pegar eg safna saman hinum
burtteknu af ísrael, mun eg safna mörgum auk þeirra”
Hér er tákn
þess að heiðingjarnir, samkvæmt fagnaðarerindinu, skuli safnast
saman, og þeir munu verða sælir, sem þá halda helgan hvíldardaginn.
Þannig nær skyldan um fjórða boðorðið lengra en til krossfesting-
arinnar, upprisunnar og þess tíma er Kristur varð uppnuminn, og
alla leið til þeirra stunda, þegar þjónar hans áttu að prédika öllum
þjóðum boðskap gleði-tíðindanna.
Drottinn gefur þessa fyrirskipun fyrir munn sama spámanns:
“
Bind þú saman vitnisburðinn og innsigla lögmálið hjá lærisveinum
mínum”
Innsigli lögmáls Guðs er að finna í fjórða boðorðinu.
[269]
Þetta eina boðorð Meðal allra hinna tíu, sýnir greinilega nafn og
embætti löggjafans. Það lýsir því yfir að hann sé skapari himins og
jarðar, og sýnir það þannig að honum ber tilbeiðsla og lotning fremur
öllum öðrum. Þegar þetta er frátalið, finst ekkert í hinu tíu boðorða
lögmáli, er sýni í hvers valdi lögin séu útgefin. Þegar hvíldardeginum
var breytt af hinum kaþólsku völdum, var innsiglið numið brott af
Jes. 56 : 1, 2, 6, 7.
Jes. 56 : .
Jes. 8 : 16 (ensk þýðing)
196