Hið óumbreytanlega lögmál Guðs
195
Guðs og fyrirskipana mannanna, að þeir sem áfram halda að brjóta
boðorð Guðs fá á sig “merki dýrsins”.
Ægilegasta hótun, sem nokkru sinni hefir mætt dauðlegum mönn-
um er í boðskap hins þriðja engils. Það hlýtur að vera voða synd
sem aflar þeim er hana drýgja reiði Guðs án nokkurrar miskunnar.
Menn eru ekki yfir-gefnir í myrkri viðvíkjandi þessu mikilsverða
atriði. Við-vörun gegn þessari synd verður veitt heiminum áður en
dómsdagur Drottins kemur, til þess að allir megi vita, hvers vegna
skelfingin vofir yfir þeim, svo að þeim gefist kostur á að umflýja
hana. Spámaðurinn segir að boð-skapur fyrsta engilsins sé flutt-
ur “sérhverri þjóð, og kyn-kvísl og tungu og lýð”. Aðvörun hins
þriðja engils, er nokkur hluti af hinum þrefalda boðskap, og verður
hún engu síður útbreidd. Því er lýst yfir í spádóminum þannig að
sú aðvörun verði boðuð með hárri röddu, af engli, sem fljúgi um
[267]
miðhimininn, og hún muni draga að sér athygli heimsins.
Þegar stríðið hefst, verður öllum skift í tvo flokka; í öðrum
flokknum verða þeir, sem halda boðorð Guðs og varðveita trúna
á Jesúm, hins vegar verða þeir, sem til-biðja dýrið og líkneski þess.
Þrátt fyrir það þótt kirkja og ríki sameini vald sitt til þess að þvinga:
“
alla smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa”, til þess
að “setja merki á hægri hönd sér eða enni sér”
þá munu þeir sem
Guði hlýða samt ekki meðtaka það. Spámaður-inn á Patmos sá “þá,
sem unnið höfðu sigur á dýrinu og á líkneski þess og á tölu nafns
þess, standa við glerhafið og halda á hörpum Guðs”, syngjandi söng
Móse og söng lambsins
[268]
Opinb. 13 : 16.
Opinb. 15:2. 3.