Page 198 - Deilan mikla (1911)

194
Deilan mikla
ritningin sé það, sem trú mótmælenda byggist á”. Páfatrúarmenn
geta séð að þeir draga sjálfa sig á tálar, loka viljandi augum sínum
fyrir sannleikanum í þessu máli. Eftir því sem hreyfingin fyrir því að
fyrirskipa helgihald sunnudagsins festir dýpri rætur, eftir því gleðjast
hinir kaþólsku menn og telja það víst að þetta muni um síðir koma
öllum hinum mótmælenda heimi undir fána rómversku kirkjunnar.
Rómversk kaþólskir menn segja, “að helgihald sunnudagsins
meðal mótmælenda, sé skuld er þeir greiði, eða viðurkenning til
yfirvalda kaþólsku kirkjunnar, þrátt fyrir það þótt þeir kannist ekki
við það sjálfir”
Framfylging sunnudagshelginnar meðal mótmæl-
enda kirkna, er framfylging dýrkunar á páfavaldinu — dýrinu. Þeir
sem heldur vilja halda rangan hvíldardag en réttan, þrátt fyrir það
þótt þeir skilji kröfu fjórða boðorðsins, þeir greiða með því skatt
því valdi, sem eitt hefir fyrirskipað breytinguna. En einmitt með
því að framfylgja trúar-bragðaskyldu með veraldlegu valdi, verða
kirkjurnar sjálf-ar líkneski dýrsins; þess vegna er það að framfylging
[266]
sunnudagshelgihaldsins er tilbeiðsla dýrsins og líkneskis þess.
En kristnir menn á liðnum öldum héldu helgan sunnudaginn,
trúandi því að sá dagur væri hinn biblíulegi hvíldardagur, og enn eru
sannkristnir menn í hverri kirkju, að meðtöldum rómversk kaþólsk-
um kirkjum, sem í einlægni trúa því að sunnudagurinn sé sá helgi-
dagur, sem hinn alvaldi fyrirskipaði. Guð lítur á einlægni þeirra
og þeir eru saklausir í hans augum. En þegar sunnudags-helgihaldi
er framfylgt með lögum, og heiminum gefst tækifæri til upplýs-
ingar viðvíkjandi skyldunni að halda hinn rétta hvíldardag, þá er
það víst að hver sá er fót-umtreður boðorð Guðs og hlýðir í þeirra
stað fyrirskipun-um, sem ekki koma frá æðri völdum en rómversku
kirkj-unni, hann tekur páfavaldið fram yfir Guð; hann greiðir skatt
rómverska valdinu og því valdi, sem framfylgir fyrirskipunum frá
rómversku kirkjunni. Hann tilbiður dýrið og líkneski þess. Þegar
menn þannig hafna þeirri stofnun, sem Guð hefir fyrirskipað og lýst
yfir að væri tákn veldis síns, en dýrka í þess stað þá stofnun, sem
rómverska kirkjan hefir valið sem einkenni um vald sitt, þá hafa þeir
með því viðurkent vald rómversku kirkjunnar og samherja hennar
— “
líkneski dýrsins”. Og það er ekki fyr en þetta hefir greinilega
verið skýrt fyrir fólkinu að þeim gefst kostur á að velja milli boðorða
Plain Talk About Protestantism”, bls. 213.