Page 203 - Deilan mikla (1911)

Siðabótastarf
199
Þegar komið var fram með kröfur hvíldardagsins, þá töluðu marg-
ir frá veraldlegu sjónarmiði á þessa leið: “Vér höfum ávalt haldið
helgan sunnudaginn; feður vorir héldu hann helgan, og margir góðir
og guðhræddir menn hafa dáið sælir og í friði, haldandi þann dag
heilagan. Hafi þeir breytt rétt, þá er sama máli að gegna með oss.
Færum vér að halda helgan þennan nýja hvíldardag, þá færðumst vér
úr samræmi við heiminn og vér hefðum engin áhrif á aðra. Hvað er
það, sem lítið félag hygst að geta komið til leiðar með því að halda
helgan sjöunda daginn, gagnvart öllum heiminum, sem heldur helg-
an sunnudaginn?” pað var með sams konar rökum, sem Gyðingar
reyndu að réttlæta útskúfun Krists. Guð hafði viðurkent feður þeirra,
sem fórnarframberendur, og hvers vegna ættu þá ekki börn þeirra að
hljóta sáluhjálp, með því að fylgja sömu stefnu? Þannig var það á
dögum Lúters, páfatrúarmenn héldu því fram, að sannkristnir menn
hefðu dáið í kaþólsku trúnni, og þess vegna væri sú trú fullnægjandi
til sáluhjálpar. Slíkar rökfærslur yrðu steinn í vegi allra framfara í
trúarefnum eða líferni.
Margir héldu því fram að sunnudagshelgihald hefði verið staðfest
kenning og almennur siður í kirkjunni um margar aldir. Á móti þeirri
staðhæfingu var það sýnt að hvíldardagurinn og helgihald hans var
eldri og útbreidd-ari, jafnvel væri það eins gamalt og veröldin sjálf og
[272]
væri helgað bæði af englum og Guði. Þegar jörðin var grundvölluð,
þá var hvíldardagurinn stofnaður. Þessi stofnun má með réttu krefjast
virðingar vorrar; hún var ekki grundvölluð af neinum veraldlegum
völdum, hún var stofnsett í upphafi og fyrirskipuð í hinu heilaga
Guðs orði.
Þegar athygli fólksins var beint að umbót að því er helgihald
hvíldardagsins snerti, þá ranghverfðu prédik-arar alþýðunnar Guðs
orði, og þýddu það þannig að þeir gætu friðað huga þeirra manna,
sem rannsókn þráðu. Og þeir, sem ekki rannsökuðu Guðs orð sjálf-
ir, gerðu sig ánægða með að taka góðar og gildar ályktanir, sem
voru í samræmi við vilja þeirra. Með vífilengjum, útúrsnún-ingum,
venjum feðra sinna og valdi kirkjunnar, reyndu margir að kollvarpa
sannleikanum. Þeir sem sannleikan-um héldu fram, urðu að leita
ritningarinnar, til þess að sanna gildi fjórða boðorðsins. Alþýðu-
menn, sem ekkert höfðu að vopnum nema Guðs orð eitt, stóðust
árásir lærðra manna og stóðu hinir ráðalausir og reiðiþrungnir, þrátt
fyrir mælsku sína og vífilengjur, þegar þeir mæltu blátt áfram sann-