200
Deilan mikla
leikann, hjá mönnum, sem ekki vörðust með neinum flækjum, heldur
með beinum röksemdum, sem meiri stund höfðu lagt á það að vera
kunnugir ritning-unni, en skólaspekinni svokölluðu.
Þegar andstæðingar sannleikans gátu ekki fundið kenningum
sínum stað í ritningunni, gripu þeir til hinna sömu vopna, sem beitt
var gegn Kristi og postulum hans: “Hvernig stendur á því”, sögðu
þeir, “að vorir leiðandi menn skilja ekki þetta helgidóms atriði? pað
eru aðeins fáir sem hafa sömu trú og þér fylgið; það er ómögulegt að
þér hafið á réttu máli að standa og allir lærðu menn-irnir í heiminum
fari villir vegar”.
Til þess að hrekja þetta þurfti ekki annað en að vitna í kenningar
ritningarinnar og sögu Krists í sambandi við fólk hans á öllum öldum.
Guð vinnur með áhrifum þeirra sem heyra rödd hans og hlýða henni;
áhrifum þeirra, sem til þess eru búnir, ef þörf gerist, að mæla hinn
óvinsæla sannleika; þeirra, sem ekki veigra sér við að berjast gegn
þeim syndum, sem álits njóta. Ástæðan fyrir því að Drottinn velur
ekki oftar lærða menn, og þá sem leiðandi eru, til þess að beita sér
fyrir siðbótaverkin, er sú, að slíkum mönnum er hætt við að treysta
játning- um, hugmyndum og guðfræðiskerfum, en þeir finna enga
[273]
þörf á að afla sér þekkingar frá Guði sjálfum. Þeir einir, sem eru í
persónusambandi við uppsprettu vizkunnar, geta skilið ritninguna og
skýrt hana. Menn, sem lítið hafa lært í skólum, eru stundum kallaðir
til þess að út-breiða sannleikann; ekki vegna þess að þeir eru ólærðir,
heldur vegna hins, að þeir þykjast ekki sjálfum sér nógir, án þess
að læra af Guði sjálfum. Þeir læra í skóla Krists og auðmýkt þeirra
og hlýðnin gjörir þá mikla. Þegar Guð fræðir þá í sannleika síns
heilaga orðs, veitir hann þeim heiður, sem er öllum veraldlegum og
mannlegum virðingum æðri.
Það er eins nú á dögum og það var á fyrri öldum, að þegar
sannleikurinn er hiklaust sagður og syndinni sagt stríð á hendur,
þá mæta þeir mótstöðu er sannleikann flytja: “Því að hver sem ilt
aðhefst, hatar ljósið og kemur eigi til ljóssins til þess að verk hans
verði ekki átalin”
Þegar menn sjá að þeir geta ekki sannað mál sitt
með orðum ritningarinnar, hugsa þeir sér, sumir hverjir, að halda
samt fram máli sínu, hvað sem það kosti; þeir ráðast því á mannkosti
og tilgang þeirra, sem verja óvinsælan sannleika og beita til þess
Jóh. 3 : 20.