Siðabótastarf
201
illgirni. Þetta er sama stefnan sem fylgt hefir verið um allar aldir.
Menn sögðu að Elías væri uppreistarmaður hjá Ísraelslýð, Peremías
var talinn landráðamaður, og Páll postuli var kærður um það að
svívirða musterið. Frá þeim tímum sem þessir menn voru uppi og alt
til vorra daga, hafa þeir verið fordæmdir, sem stöðugir hafa staðið
fyrir máli sannleikans; þeir hafa verið kærðir um landráð, villutrú
og uppreist.
Hver er skylda boðbera sannleikans, þegar þetta er tekið til
greina? Á hann að komast að þeirri niðurstöðu að sannleikurinn
ætti ekki að boðast, vegna þess að boðun sannleikans vekur oft upp
menn, sem forðast kröfur hans eða veita honum mótstöðu? Nei,
langt frá. Hann á ekki fremur að veigra sér við að flytja köllun Guðs
og bera vitni um orð hans, vegna þess að slíkt valdi mót-stöðu en
siðabótamenn fyrri alda. Þegar píslarvottarnir lýstu yfir trú sinni, var
það skrifað til góðs fyrir seinni kynslóðir. Þeir sem þannig létu líf sitt
og voru sjálfir lifandi fyrirmynd heilags, staðfasts og flekklauss lífs,
[274]
hafa verið andlega nálægir, og eru það enn, þeim sem nú eru kallaðir
til þess að bera vitni frammi fyrir Guði, og frá nálægð þeirra hljóta
þeir hugrekki. Þessir staðföstu menn meðtóku náð og sannleika, ekki
einungis fyrir sjálfa þá, heldur til þess að heimurinn mætti hljóta
upplýsing frá Guði þeirra vegna. Hefir Guð veitt þjónum sínum með
þessari kynsólð ljós sitt? Sé svo, þá ættu þeir að láta það skína fyrir
heiminum.
Í fornöld sagði Drottinn, fyrir munn þess, er mælti í hans nafni:
“
En Ísraelsmenn munu eigi vilja hlýða á þig, því að þeir vilja eigi
hlýða á mig; því að allir Ísraels-menn hafa hörð enni og þverúðarfull
hjörtu”
Samt sem áður sagði Drottinn: “Heldur skalt þú tala orð mín
til þeirra, hvort sem þeir hlýða á þau eða gefa þeim engan gaum”
Þjónum Drottins er gefið þetta boðorð nú á tímum: “Kalla pú af
megni og drag ekki af. Hef upp raust þína sem lúður og kunngjör
lýð mínum misgjörð þeirra og húsi Jakobs syndir þeirra”.
Að því er tækifæri snertir, er það að segja, að hver einasti mað-
ur, sem hefir meðtekið ljós sannleikans, hefir hina sömu miklu og
skelfilegu ábyrgð, sem spámenn Israels höfðu, sem Drottinn talaði
til á þessa leið: “pig, mannsins-son hefi eg skipað varðmann fyrir
Esek. 3:7.
Esek. 2:7.