Page 206 - Deilan mikla (1911)

202
Deilan mikla
Ísraelshús, til þess að þú varir þá við fyrir mína hönd, er þú heyrir orð
af munni mínum. Þegar eg segi við hinn óguðlega: pú hinn óguðlegi
skalt deyja! og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við
breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir breytni sína,
en blóðs hans vil eg krefja af þinni hendi. En hafir þú varað hinn
óguð-lega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur
samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en
þú hefir frelsað líf þitt”
Hinir miklu örðugleikar, bæði að því er snertir mót-töku sannleik-
ans og útbreiðslu hans eru þeir, að það hefir í för með sér óþægindi
og ámæli. Þetta er eina atriðið á móti sannleikanum, sem boðendur
hans hafa aldrei getað mótmælt. En þetta veldur þeim ekki hugleysi,
sem í sannleika fylgja Kristi. Þeir bíða ekki eftir því að sann-leikur-
inn verði almenningi velkominn gestur. Þegar þeir eru sannfærðir um
[275]
skyldu sína, taka þeir á herðar sér krossinn af fúsum vilja og segja
eins og Páll postuli: “Því að þrenging vor, skammvinn og léttbær,
aflar oss mjög yfirgnæfanlegs eilífs dýrðarþunga”
Og þeir hugsa
eins og einn í fornöld, er “áleit vanvirðu Krists meiri auð en fjársjóðu
Egyptalands”
Hversu sem menn segjast trúa, þá eru það einungis þeir, sem eru
heimsins börn í hjarta sínu, sem meira hugsa um að fylgja tíðarand-
anum, en að fylgja sann-færingu sinni í trúarefnum. Vér ættum að
velja hið rétta, vegna þess að það er rétt og fela Guði afleiðing-arnar.
Heimurinn á þeim mönnum fyrir hinar miklu siðabætur að þakka,
sem voru staðfastir trúmenn, hug-rakkir og trúir. Af slíkum mönnum
verða siðabótaverk vorra daga að vera unnin.
Þannig mælti Drottinn: “Hiýðið á mig, þér sem þekkið réttlætið,
þú lýður, sem ber lögmál mitt í hjarta þínu: Óttist eigi spott manna
og hræðist eigi smánar-yrði þeirra; því að mölur mun eta þá eins og
klæði og maur eta þá eins og ull; en réttlæti mitt varir eilíflega og
hjálpræði mitt frá kyni til kyns”
[276]
Esek. 33 : 7-9.
2.
Kor. 4 : 17.
Heb. 11 : 26.
Jes. 51 : 7-8.