Page 207 - Deilan mikla (1911)

Hinn rannsakandi dómur
Eg horfði og horfði”, segir Daniel spámaður, “þar til er stólar
voru settir fram og hinn aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít
sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull; hástæti hans var eldslogar
og hjólin undir því eldur brennandi. Eldstraumur gekk út frá honum;
þús-undir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu
frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var
flett upp”
Þannig var hin mikla sýn spámannsins á hinum mikla og há-
tíðlega degi, þegar breytni manna og líferni átti að dæmast frammi
fyrir dómara alls heimsins, og þegar “einum og sérhverjum skyldi
goldið samkvæmt verkum hans”. Hinn aldraði er Guð, faðir vor.
Sálmaskáldið segir: “Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn
urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð”
Það er hann, faðir allra
skepna og uppruni allrar tilveru og höf-undur allra laga, sem að
stjórna hinum mikla dómi. Og heilagir englar, sem þjónar og vitni,
svo tíþúsundum tíþúsunda skiftir, verða viðstaddir þennan mikla
dóm.
Og sjá, einhver kom í skýjum himins, sem manns syni líktist;
hann kom þangað er hinn aldraði var fyrir og var leiddur fyrir hann.
Og honum var gefið vald, heiður og ríki, svo að honum skyldu
þjóna allir lýðir, þjóðir og tungur. Hans vald er eilíft vald, sem ekki
skal undir lok líða, og ríki hans skal aldrei á grunn ganga”
Koma
Krists, sem hér er lýst, er ekki önnur koma hans til jarðarinnar. Hann
[277]
kemur til hins aldraða á himnum, til þess að þiggja vald og dýrð og
konungdóm, sem honum verður veitt þegar hann hefir unnið hlutverk
sitt sem meðalgangari. Það er þessi koma, en ekki endurkoma hans
til jarðarinnar, sem frá er sagt í spádómin-um að fyrir mundi koma,
að enduðum hinum 2300 dög-um, árið 1844. Með himneska engla
í för með sér, byrjar vor æðsti prestur starf sitt og fer inn í hið
Dan. 7 : 9-10.
Sálm. 90 : 2.
Dan. 7 : 13-14.
203