Page 208 - Deilan mikla (1911)

204
Deilan mikla
allrahelgasta og birtist þar frammi fyrir Guði, til þess að fullkomna
síðasta atriði starfs síns mönnunum til frelsunar, sem er að stjórna
hinum rannsakandi dómi og friðþægja fyrir alla þá, sem sýnt er að
séu þess verðugir.
Við eftirlíkingarþjónustuna tóku þeir einir þátt í athöfnum frið-
þægingardagsins, sem iðruðust og komu fram fyrir Guð og játuðu
syndir sínar, sem svo voru, fyrir blóð fórnardýrsins færðar inn í helgi-
dóminn Þannig verður það á degi hinnar miklu íriðþægingar og hins
rannsakandi dóms, að einungis þeir, sem opinberlega játa trúna á
Guð verða teknir til greina. Dómur hinna óguðlegu er sérstakur og
aðskilinn, og skeður miklu seinna: “Því að nú er tíminn kominn til
að dómurinn byrji á húsi Guðs; en ef hann byrjar á oss, hver munu
þá verða afdrif þeirra, sem ekki hlýðnast fagnaðarboð-skap Guðs”
Bækur þær á himnum, þar sem skráð eru nöfn og athafnir manna,
úrskurða það hver dómurinn verði. Spá-maðurinn Daníel segir:
Dómendurnir settust niður, og bókunum var flett upp”. Og í Opin-
berunarbókinni er sagt frá því sama á þennan hátt: “Og annari bók
var flett upp og það er lífsins bók; og hinir dauðu voru dæmd-ir eftir
því, sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra”
Lífsins bók hefir að geyma nöfn allra þeirra, sem nokkru sinni
hafa gengið í þjónustu Guðs. Jesús sagði við lærisveina sína: “Gleðj-
ist yfir því að nöfn yðar eru innrituð í himninum”
Páll postuli talar
þannig um sína trúu meðbræður, að þeirra “nöfn standi í Iífsins
bók”
Daníel sér í huga sínum “svo mikla hörmungatíð, að slík mun
aldrei verið hafa”
og hann lýsir því yfir að Guðs útvalda fólk skuli
[278]
frelsast, “allir þeir sem skráðir finnast í bókinni”
Og í Opinberun-
arbókinni segir, að þeir einir skuli koma í ríki Guðs, sem ritaðir séu
í lífsbók lambsins
Minnisbók” er rituð hjá Guði, þar sem skrifuð eru góðverk
þeirra sem “óttast Drottinn og virða hans nafn”
Trúnaðarorð þeirra;
kærleiksverk þeirra eru skráð á himnum. Nehemía á við þetta þegar
1.
Pét. 4 : 17.
Opinb. 20 : 12.
Lúk. 10 : 20.
Filip. 4 : 3
Dan. 12 : 1.
Dan. 12 : 1.
Opinb. 21 : 27.
Malakía 3 : 16.