Page 209 - Deilan mikla (1911)

Hinn rannsakandi dómur
205
hann segir: “Mundu mér þetta, Guð minn, og afmá eigi góðverk
mín, þau er eg hefi gjört fyrir hús Guðs míns og þjónustu hans”
í
minnisbók Guðs er minst allra réttlætisverka; þar er tekin til greina
hver freisting sem mótstaða var veitt, hver synd sem var yfirunnin,
hvert einasta við-kvæmt meðaumkunarorð er nákvæmlega skrásett.
Sömu-leiðis hver einasta sjálfsafneitun; allar þjáningar sem menn
líða fyrir sakir Krists. Sálmaskáldið segir: “Þú hefir talið hrakninga
mína, tárum mínum er safnað í sjóð þinn, já, rituð í bók þína”
Sömuleiðis eru skráðar þar syndir mannanna: “Því að Guð mun
leiða sérhvert verk fyrir dóm sem haldinn verður yfir öllu því sem
hulið er, hvort sem það er gott eða ilt”
En eg segi yður; sérhvert
ónytjuorð, það er mennirnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi
reikn-ing lúka”
og frelsarinn segir: “Því að af orðum þínum muntu
verða réttlættur, og af orðum þínum muntu verða sakfeldur”
Leynd-
ar hugsanir og fyrirætlanir koma fram í minnisbók Drottins, því Guð
mun leiða það í Ijós sem í myrkrunum var hulið og opinbera ráð
hjartnanna”
Sjáið, það stendur skrifað frammi fyrir mér; .... bæði
fyrir misgjörðir yðar og fyrir misgjörðir feðra yðar segir Drottinn”
Verk allra manna verða yfirskoðuð frammi fyrir Guði, og þau
verða talin sem vitnisburður um trúfesti eða ótrúmensku. Gegnt
hverju nafni er nákvæmlega rétt bókað hvert einasta rangt orð, hver
einasta eigin-girnis athöfn, sérhver uppfylt skylda og hver einasta
hul-in synd, hversu sem reynt er að láta hana líta vel út. Að-varanir
frá himnum, boð, sem vanrækt hafa verið, eyddar stundir í tómleika,
[279]
ónotuð tækifæri, áhrif þau sem beitt er til ills eða góðs með öllum
hinum víðtæku afleiðingum sínum — Alt þetta verður nákvæmlega
skrásett af engl-inum, sem bókina ritar.
Lögmál Guðs er sú regla og mælisnúra, sem eftir verður farið
þegar dæmd verða verk mannanna, góð og ill. Spámaðurinn segir:
Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra;
því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður
Neh. 13 : 14.
Sálm. 56 : 9.
Préd. 12 : 14.
Matt. 12 : 36.
Matt. 12 : 37.
1.
Kor. 4 : 5.
Jes. 65 : 6, 7.