206
Deilan mikla
yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða ilt”
Jakob
postuli áminnir bræður sína á þessa leið: “Talið því og breytið eins
og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins”
peir sem verðugir
finnast á degi dómsins taka þátt í upprisu hinna réttlátu. Jesús sagði:
“
En þeir sem álítast verðugir að fá hlutdeild í hinni veröldinni og
upprisunni frá dauðum —— eru englum jafnir og þeir eru Guðs
börn, þar sem þeir eru synir uppris-unnar”
Og enn fremur segir
hann, að “þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört, til upprisu
lífsins”
Þess vegna verða þeir ekki sjálfir viðstaddir dóminn þegar
far-ið verður yfir verk þeirra og mál þeirra daemd.
Jesús birtist sem talsmaður þeirra, til þess að tal? máli þeirra
frammi fyrir Guði. “Og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér
árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta”
“
Því að
Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftir mynd hins
sanna helgi-dóms, heldur inn í sjálfan himininn til þess að birtast
fyrir augliti Guðs oss til heilla”
“
Fyrir því getur hann og til fulls
frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávalt
lifir til þess að biðja fyrir þeim”
Þegar bókunum er flett upp í dóminum, þá verður skoðað líferni
þeirra allra, sem á Krist hafa trúað, og sú yfirskoðun fer fram fyrir
Guði. Byrjað verð-ur á þeim er fyrst lifðu á jörðunni og árnaðarmað-
ur vor talar máli hverrar kynslóðar fyrir sig, eftir réttri röð, og endar
á þeim, sem þá lifa. Hvert einasta nafn er nefnt; hvert. einasta mál
nákvæmlega rannsakað. Nöfn verða viðurkend og nöfnum verður
hafnað. Þegar syndir eru skráðar í reikning einhvers á bókunum;
syndir sem hvorki hefir verið iðrast fyrir né þær fyrirgefnar, þá verða
[280]
nöfn þeirra manna strikuð út af bók lífsins og það sem þeir hafa
gott gjört verður strikað út af minnis-bók Guðs. Drottinn sagði við
Móse: “Hvern þann, sem syndgað hefir móti mér, vil eg má af bók
minni”
Og spámaðurinn Esekíel segir: “En hverfi hinn ráðvandi
Préd. 12 : 13, 14.
Jaó. 2 : 12.
Lúk. 20 : 35, 36.
Jóh. 5 : 29.
1.
Jóh. 2:1.
Heb. 9 : 24.
Heb. 7 : 25.
2.
Móse 32 : 33.