Page 211 - Deilan mikla (1911)

Hinn rannsakandi dómur
207
frá ráðvendni sinni og fremji það, sem rangt er — þá skal öll sú
ráðvendni, er hann hefir iðkað, ekki til álita koma”
Allir sem einlæglega hafa iðrast synda sinna og með trú sinni
tileinkað sér blóð Krists, sem friðþægingarfórn, hafa fyrirgefningu
skráða við nöfn sín í bækur himn-anna, með því að þeir hafa orðið
hluttakendur í réttlæti Krists; eðli þeirra er í samræmi við lögmál
Guðs, og þess vegna verða syndir þeirra afmáðar og þeir sjálfir verða
taldir verðugir eilífs lífs. Drottinn segir fyrir munn spámannsins
Jesaja: “Eg, eg einn afmái afbrot þín sjálfis mín vegna og minnist
ekki synda þinna”
Og Jesús segir: “Sá er sigrar, hann skal þannig
skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun eg afmá nafn hans úr lífs-
bókinni, og eg mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir
englum hans”
Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum,
við hann mun eg einnig kannast fyrir föður mínum á himnum. En
hver sem afneit-ar mér fyrir mönnunum, honum mun eg og afneita
fyrir föður mínum á himnum”
Hinn mesti áhugi manna í sambandi við jarð-neska dómstóla,
er aðeins hverfandi í samanburði við áhuga þann, sem sýndur er í
hinum himneska dómsal, þegar nöfn, sem skráð hafa verið í bók
lífsins, koma fram fyrir dómara allrar jarðarinnar. Hinn guðlegi
meðalgang-ari biður fyrir öllum þeim, er hafa yfirunnið syndina, fyrir
trúna á hans blóð, hann biður þess að þeim verði fyrirgefnar allar
yfirsjónir; að þeim verði veitt innganga í sælubústaðinn og krýndir
sem réttir erfingjar með honum sjálfum að “hinu forna veldi
.
Til
þess að blekkja mannkynið og freista þess hafði óvinurinn reynt að
eyði-leggja hina guðlegu fyrirhugun um sköpun mannsins; en nú
beiðist Kristur þess að þessi fyrirhugun verði fram- kvæmd á sama
[281]
hátt og maðurinn hefði aldrei fallið. Hann biður ekki einungis um
fyrirgefningu folks síns og það fullkomlega, heldur einnig hluttöku í
dýrð hans og sæti á hásæti hans.
Á meðan Jesús flytur mál þeirra, sem aðnjótandi skulu verða
náðar hans, ákærir hinn vondi þá sem synd-ara frammi fyrir Guði.
Hinn mikli blekkjari hefir reynt að leiða þá til andvaraleysis; reynt
Esek. 18 : 24.
Jes. 43 : 25.
Opinb. 3:5.
Matt. 10 : 32, 33.
Míka 4 : 8.