208
Deilan mikla
að láta þá tapa traust-inu á Guði, að láta þá villast frá föðurelsku
hans og til þess að brjóta lögmál hans. Nú sýnir hann fram á það
hvernig líferni þeirra hefir verið; hann bendir á ófull-komleika þeirra;
bendir á það hversu ólíkir þeir hafi verið Kristi, og hversu þeir hafi
vanvirt frelsara sinn: hann bendir á allar syndir, sem hann freistaði
þeirra til að drýgja, og fyrir þessa skuld gjörir hann tilkall til þeirra.
Jesús afsakar ekki syndir þeirra, en hann sýnir iðrun þeirra og trú
og krefst fyrirgefningar þeim til handa. Hann lyftir upp særðum
höndum sínum frammi fyrir föðurnum og hinum heilögu englum og
segir: “Eg þekki þá með nafni”. “Sjá, eg hefi rist þá á lófa mína”
Dómsathöfnin og afnám syndanna á að fara fram fyrir endur-
komu Drottins. Með því að hinir dauðu eiga að dæmast samkvæmt
því, sem í bókunum er skráð, þá er það ómögulegt að syndir mann-
anna geti orðið afmáðar fyr en eftir dóminn, þar sem mál þeirra eru
rannsökuð. En Pétur postuli skýrir greinilega frá því að syndirnar
verði afmáðar, þegar um hina trúuðu sé að ræða. “pegar endurlífg-
unartímar koma frá augliti Drottins og hann sendir Krist, sem yður
var fyrirhugaður, Jesúm”
Þegar hinum rannsakandi dómi er lokið
mun Kristur koma og hann mun gjalda einum og sérhverjum eftir
hans verkum.
Í eftirlíkingar athöfninni bar æðsti presturinn fram friðþæging-
arfórnina fyrir hönd Ísraelslýðs og að því búnu kom hann fram og
blessaði söfnuðinn. Þannig er það með Krist; þegar hann hefir lokið
starfi sínu sem meðalgangari, mun hann birtast “án syndar, til hjálp-
ræðis þeim, er hans bíða
og veita þjónum sínum eilíft líf. Eins
og æðstipresturinn viðurkendi syndirnar yfir höfði hafursins, þegar
hann tók þær í burtu úr helgi- dóminum, þannig færir -Kristur allar
[282]
þessar syndir til reiknings hinum illa, sem er höfundur og hvetjandi
synd-anna. Hafurinn sem bar syndir Ísraelslýðs var sendur burt “til
óbygða”
þannig er því varið með óvininn, sem er höfundur allra
synda, sem hann hefir leitt þjóna Guðs til að drýgja, að hann mun
verða á jörðinni þúsund ár, og mun jörðin þá verða í auðn og óbygð,
og hann mun að síðustu líða fulla hegningu fyrir syndirnar í eldi,
sem eyða skal öllum hinum óguðlegu. Þannig fullkomnast hin mikla
Jes. 49 : 16.
Postulas. 3 : 19, 20.
Heb. 9 : 28.
3.
Móse 16 : 22.