Page 213 - Deilan mikla (1911)

Hinn rannsakandi dómur
209
ákvörðun endurlausnarinnar, þegar syndin er að fullu afmáð og þeir
allir frelsaðir, sem hafa verið viljugir að hafna hinu illa.
Á þeim tíma sem ákveðinn er fyrir dóminn — í lok hinna 2300
daga, árið 1844 — byrjaði rannsóknarstarfið og afmáun syndanna.
Allir þeir, sem nokkru sinni hafa borið kristið nafn, verða að þola ná-
kvæma rannsókn. Bæði lifendur og dauðir verða dæmdir “samkvæmt
því, sem ritað er í bókunum, samkvæmt verkum þeirra”.
Syndir, sem ekki hefir verið iðrast fyrir og ekki snúið frá verða
ekki fyrirgefnar, né afmáðar af bókunum, heldur verða þær þar til
vitnisburðar gegn þeim er þær drýgja frammi fyrir Guði. Hvort
sem syndarinn hefir framið afbrot sín í dimmu næturinnar eða birtu
dagsins, þá voru þau auðsæ og opinber þeim, er vér eigum að standa
reikningsskap. Englar Guðs voru vitni að hverri synd og skráðu hana
í hinar óskeikulu bækur. Menn geta leynt syndum sínum, neitað
þeim, þær geta verið huldar fyrir jarðneskum föður, móður, konu,
börnum og félög-um; vera má að enginn nema hinn seki sjálfur hafi
nokk-urn grun um drýgða synd, en þrátt fyrir það er það alt augljóst á
himnum. Dimma hinnar dökkustu nætur, hin dýpsta blekking nægir
ekki til þess að hylja eina ein-ustu hugsun fyrir þekkingu hins eilífa.
Guð hefir ná-kvæmlega skráð hverja rangláta athöfn, og ósanngirni;
honum skjátlast aldrei þegar hann dæmir eðli mannanna. Spiltir
menn geta blekt aðra menn, en Guð sér í gegn um blekkingar og les
hið innra líf.
Hversu alvarleg er ekki þessi hugsun! Hver einasti dagur sem
líður í haf eilífðarinnar bætir við það sem skráð er í bækur himinsins.
Orð sem einu sinni eru töluð, verk sem unnin eru verða aldrei aft-
[283]
urkölluð. Englar hafa skrásett alt, bæði ilt og gott. Hinn voldugasti
stjórnandi veraldarinnar getur ekki tekið til baka það sem gerst hefir,
jafnvel á einum einasta degi. Athafnir vorar, orð vor, jafnvel hinar
leyndustu hugrenningar vorar hafa áhirf þegar dómurinn verður feld-
ur. Það vitnar þá alt annaðhvort með oss eða móti oss. Jafnvel það
sem vér sjálfir höfum gleymt, kemur fram sem vitni annaðhvort til
réttlætingar eða fordæmingar.
Eins og andlitsdrættirnir koma fram þegar lista-maðurinn tekur
myndina, þannig kemur greinilega í ljós eðli og athafnir vor mann-
anna í því sem skráð er í bækur himnanna. Það er því undravert,
hversu lítinn gaum vér gefum þessu atriði og hversu lítið vér gjör-
um oss ant um að alt vitni með oss er í þá bók er ritað, þegar vér