Page 214 - Deilan mikla (1911)

210
Deilan mikla
mætum frammi fyrir hinum himnesku verum. Væri hægt að draga
til hliðar tjald það, sem skilur hið sýnilega frá hinu ósýnilega, og
gætu mannanna börn horft á skrá-setningar engilinn, þegar hann ritar
hvert einasta orð og hverja einustu athöfn, og gætu þau þannig gjört
sér grein fyrir því að öllu þessu yrðu þau að mæta á degi dómsins,
hversu mörg orð væru það þá, sem yrðu látin ótöluð og hversu mörg
verk látin óunnin!
Sá sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki langgef-inn, en sá sem
játar þær og lætur af þeim mun miskunn hljóta”
Ef þeir sem reyna
að leyna og dylja syndir sín-ar gætu séð gleði og ánægju Satans
yfir þeim, séð hversu hann reynir að koma í veg fyrir hinar heilögu
ráðstafanir Krists og englanna, þá mundu þeir hraða sér að játa syndir
sínar og hverfa frá þeim. Satan hagnýtir sér veikleika mannanna til
þess að ná valdi á allri hugsun þeirra, og hann veit það að sé þessi
veikleiki aukinn, þá vinnur hann (Satan) sigur. Þess vegna reynir
hann sífelt að blekkja þá, er Kristi fylgja, með hinum hættulegu
flækjum, sem þeim er ómögulegt að yfirstíga. En Jesús biður þeim
líknar og réttir upp þeim til afsökunar, sínar særðu hendur og sinn
lemstraða líkama, og hann segir við alla þá sem honum vilja fylgja:
Náð mín nægir þér”
Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því eg
er hógvær og lítillátur af hjarta, og þá skuluð þár finna sálum yðar
[284]
hvíld, því að mitt ok er indælt og mín byrði létt”
Því skyldi enginn
telja veikleika sinn ólæknandi; Guð gefur trúna og náðina til þess að
yfirbuga veikleikann.
Vér lifum nú á hinum mikla degi friðþægingarinnar. Þegar æðsti
presturinn fórnfærði fyrir Ísraelslýð í eftir-líkingarathöfninni, urðu
allir að beygja sálir sínar í auð-mjúkri syndajátningu og iðrun og lít-
illækka sig frammi fyrir Drotni, til þess að þeir yrðu ekki útskúfaðir.
Á sama hátt verða allir þeir, sem vilja hafa nöfn sín á lífsins bók
að auðmýkja sálir sínar á þessum náðardögum sem eftir eru, iðrast
synda sinna og bæta ráð sitt frammi fyrir Guði með djúpri sorg. Þeir
verða að vera einlægir, því rannsókn hjartnanna verður fram að fara
hlífðarlaust. Andi léttúðarinnar og yfirdrepsskaparins, sem einkennir
marga svokallaða kristna menn, verður að hverfa. Allir þeir, sem
sigur vilja vinna á syndum og freistingum verða að heyja stríð í
Orðskv. 28 : 13.
2.
Kor. 12 : 9.
Matt. 11 : 29, 30.