Hinn rannsakandi dómur
211
einlægni og hlífðarleysi við sjálfa sig. Undirbúningsverkið heyrir
einstaklingnum til. Vér erum ekki frelsaðir í hópum. Hreinleiki og
guðrækni eins frelsar ekki annan frá syndum hans. Þó allar þjóðir
verði að mæta frammi fyrir dómstóli Guðs, þá rannsakar hann samt
mál hvers eins út af fyrir sig, alveg laust við alla aðra. Allir verða
að standast rannsóknina og þeir verða að vera flekklausir og hafa
hvorki blett né hrukku.
Hátíðlegar eru þær sýnir, sem fylgja síðustu verkum friðþæging-
arinnar. Þýðingarmiklir eru þeir dómar, sem þá eru feldir. Einmitt
nú stendur yfir dómurinn í helgi-dómnum á himnum. Í mörg ár hefir
þetta staðið yfir; innan skamms kemur að þeim sem lifandi eru, og
enginn veit hve skamt þess er að bíða. Frammi fyrir almættis-augliti
Guðs verða mál vor rannsökuð. Nú er það öllu öðru meira vert fyrir
hverja einustu sál að fylgja aðvör-unum frelsarans, er þannig hljóða:
“
Gætið yðar; vakið og biðjið, því að þér vitið ekki hvenær tíminn er
kominn”
“
Ef pú nú vakir ekki, mun eg koma eins og þjófur og þú
munt alls ekki vita á hverri stundu eg kem yfir þig”
Þegar starfi rannsóknardómsins er lokið, verða for-lög allra
ákveðin til lífs eða til dauða. Náðartíminn endar stuttu áður en Drott-
inn birtist í skýjum himinsins. Kristur segir í Opinberunarbókinni,
þegar hann á við þann tíma, sem hér ræðir um: “Hinn rangláti haldi
[285]
áfram að fremja ranglæti og hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn
réttláti stundi áfram réttlæti og hinn heilagi helgist áfram. Sjá eg
kem skjótt og launin hefi eg með mér til að gjalda hverjum og einum
eins og verk hans er”
Hinir réttlátu og hinir óguðlegu lifa enn á jörðinni, sem dauðlegir
menn, þegar þetta fer fram. Menn eru að sá og byggja, eta og drekka,
án þess að nokkur þeirra viti að hinn síðasti, óttalegi dómur hafi
verið upp kveðinn í helgidómi himnanna. Áður en syndaflóðið kom,
og eftir að Nói var kominn inn í örkina, lokaði Guð á eftir honum
og lokaði hina óguðlegu úti; en í sjö daga vissi fólkið ekki að dómur
þess hafði verið upp kveðinn og það hélt áfram í kæruleysi og gjálífi
og gerði gys að hinum yfirvofandi dómi: “pannig”, segir frelsarinn,
“
mun verða tilkoma mannsins sonar”
Þögull og að óvörum, eins
Markús 13 : 33.
Opinb. 3 : 3.
Opinb. 22 : 11, 12.
Matt 24 : 39.