214
Deilan mikla
Páfakirkjan sleppir aldrei tilkalli sínu til óskeikul-leika. Alt það,
sem hún hefir aðhafst gegn þeim, sem andmæltu kenningum hennar,
allar ofsóknirnar, réttlætir hún. Og mundi hún ekki endurtaka sömu
verkin, ef tækifæri byðist? Látum veraldlegu völdin leysa öll að-
haldsbönd og veita rómversku kirkjunni sama vald og áður; þá mundi
það sannast, að öll sömu grimdarverkin og allar sömu ofsóknirnar
yrðu endurtekin tafarlaust.
Það er að vísu satt, að til eru sannkristnir menn innan rómversku
kaþólsku kirkjunnar. Þúsundir manna í þeirri kirkju þjóna Guði
sínum trúlega, samkvæmt því ljósi, sem þeir hafa hlotið; þeim er ekki
leyft að lesa Guðs orð, og þess vegna þekkja þeir ekki sannleikann.
Þeir hafa aldrei getað borið saman og séð mismuninn á lifandi trú
og útvortis siðareglum. Guð lítur þessar vesalings sálir líknar og
miskunnaraugum, og tekur það til greina, að þær eru aldar upp í
þeirri trú, sem er vill-andi og ófullnægjandi. Hann mun láta ljósgeisla
þekk-ingarinnar þrengjast gegn um villumyrkur það, sem um-kringir
þá. Hann mun opinbera þeim sannleikann, eins og hann er í Jesú, og
margir þeirra munu enn þá skipa sér í lið með fólki hans.
En rómverska kirkjan sem slík, er ekki fremur í samræmi við
fagnaðarerindi Krists nú á dögum, en hún var í fyrri daga. Mótmæl-
endakirkjurnar eru vafðar villu myrkri; væri það ekki, þá mundu þær
sjá tákn tímanna. Rómverska kirkjan er víðtæk í reikningum sínum
og starfsaðferðum; hún notar öll möguleg ráð til þess að útbreiða
vald sitt og áhrif, í því skyni að búa sig undir hið ægilega og mikla
stríð, sem á að ráða úrslitum um það, hvort hún nái yfirráðum yfir
heiminum og geti end-urvakið ofsóknirnar og eyðilagt alt það, sem
mótmæl- endur hafa komið til leiðar. Kaþólskan er að vinna í allar
[290]
áttir. Sjáið hversu kirkjum hennar og bænahúsum fjölgar í öllum
mótmælendalöndum. Sjáið aðsóknina að skólum hennar og menta-
stofnunum í Ameríku; sjáið hversu margir mótmælendur fara þangað.
Sjáið hversu kirkjusiðunum er að fjölga á Englandi og hversu margir
falla þar frá mótmæilenda trú og ganga í lið kaþólskra Alt þetta ætti
að láta þá rannsaka, sem ant er um hrein-leik og einlægleik í boðun
fagnaðarerindisins.
Mótmælendur hafa verið mjög hlyntir páfavaldinu og haft alls
konar mök við það; þeir hafa veitt því svo mikil hlunnindi og slakað
svo mikið til við það, að jafnvel páfatrúarmenn sjálfir undrast það,
og skilja það ekki. Menn loka augum sínum fyrir hinu sanna eðli