Áform páfadómsins
Rómverska valdið er litið miklu hýrra auga af mót-mælendum
nú á dögum, heldur en átti sér stað á fyrri árum. Í þeim löndum,
sem kaþólskan hefir ekki náð út-breiðslu, og páfatrúarmenn fara
friðsamlega að til þess að ná áhrifum, fer andvaraleysið vaxandi
viðvíkjandi þeim atriðum, sem aðskilja siðabótakirkjuna frá páfa-
trúnni og því prestavaldi er henni fylgir. Sú skoðun er að ryðja sér
til rúms, að þegar alt sé skoðað ofan í kjölinn, sé munurinn ekki eins
mikill í aðalatriðunum og álitið hafi verið, og ef vér hliðrum dálítið
til, þá verði betra samkomulag milli vor og páfadómsins í Rómaborg.
Sá var tíminn, að mótmælendur töldu samvizkufrelsi mikils virði,
sem hafði verið svo dýru verði keypt. Þeir kendu börnum sínum
að forðast páfakenningarnar, og héldu því fram að samkomulags
tilraunir við rómverska valdið væru svik við Guð. En hvílíkur munur
er orðinn á skoð-unum þeim, sem nú eru í ljós látnar.
Þeir sem hlífiskildi halda uppi fyrir páfakirkjunni, vilja telja oss
trú um að henni hafi verið gjört rangt til. Og mótmælendur alment
virðast ekki vera fjarri því að viðurkenna þetta. Margir halda því fram
að ranglátt sé að dæma kirkjuna eftir grimdarverkum og hégiljum
þeim, sem þar réðu á tímum fáfræði og andlegs myrkurs. Þeir afsaka
hinar óheyrðu svívirðingar hennar með því, að þá hafi aldarhátturinn
verið svo spiltur, og halda því einnig fram, að nútíðarmenn hafi
breytt henni.
Hafa þessir menn gleymt þeirri kenningu að páfinn væri óskeik-
ull? Sú kenning hefir verið flutt af kaþólsku kirkjunni í átta hundruð
ár. Svo langt er frá því að þessi kenning hafi verið numin úr gildi að
[287]
[288]
[289]
hún var jafn-vel endurnýjuð á nítjándu öldinni, með meiri vissu og
ákveðnari orðum en nokkru sinni fyr.
Rómverska kenningin heldur því fram, að kirkjunni “hafi aldrei
skeikað, og samkvæmt ritningunni geti það aldrei komið fyrir að
henni skeiki”
Hvernig gæti hún þá kastað fyrir borð þeim grund-
vallaratriðum, sem hafa stjórnað henni á liðnum öldum?
Kirkjusaga Mosheims, 3. bindi, á 11. öld, 2 partur, 2. kafli, 9. grein, 1. athugasemd.
213