Áform páfadómsins
215
páfavalds-ins, og þeirri hættu, sem samfara er yfirráðum þess. Brýna
nauðsyn ber til þess að vekja fólkið til meðvitund-ar um skylduna til
þess að standa á móti viðgangi þessa allra hættulegasta óvinar alls
frelsis, bæði í veraldlegum og andlegum efnum.
Á dögum páfavaldsins voru til verkefni, sem til þess voru notuð
að pína menn til hlýðni við kenningar þess. Menn voru brendir á
báli fyrir það, að beygja sig ekki undir kaþólsku kirkiuna. Kaþólska
kirkjan er sek um manndráp í svo stórum stíl, að aldrei verður opin-
bert, fyr en á degi dómsins. Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hugsuðu
upp öll möguleg píslarfæri, til þess að kvelja sem lengst andstæðinga
sína og treina í þeim lífið með óheyrð-um hörmungum, og þeir voru
innblásnir af Djöflinum, sem stjórnuðu gjörðum þeirra í þessu athæfi.
Oft var svo langt gengið í þessum djöfullegu verkum, að lífsaflið var
smámsaman látið fjara út, með hinum verstu kvölum sem hugsaðar
verða, og píslarvottarnir fögnuðu þeirri stund, er dauðinn kæmi og
leysti þá frá kvölunum.
Páfinn þykist vera fulltrúi Krists hér á jörðinni, en hvernig stenzt
breytni hans samanburð við breytni Krists? Er nokkursstaðar frá því
sagt að Kristur hafi dæmt menn í fangelsi eða beitt við þá píslarfærum
fyrir þá sök, að þeir ekki viðurkendu hann sem konung himn-anna ?
Heyrði nokkur hann fordæma þá. og ákveða þeim dauða, sem ekki
viðurkendu hann? pegar gys var gert að honum og hann vanvirtur
í borgum Samverjanna, fylt- ist Johannes lærisveinn hans heilagri
[291]
vandlæting og sagði: “Viltu herra að vér bjóðum að eldur skuli
falla niður af himni og tortíma þeim, eins og Elías gjörði?
Jesús
leit meðaumkunaraugum á lærisveina sína, setti ofan í við þá fyrir
harðneskju þeirra og sagði: “Manns-sonur-inn er ekki kominn til
þess að tortíma lífi manna, heldur til þess að frelsa það”. Hvílíkt
djúp er staðfest milli þess hugarfars, sem lýsti sér hjá Kristi og þess,
er sá birtir, sem þykist vera fulltrúi hans.
Rómverska kirkjan kemur nú fram fyrir heiminn með uppgerðar
sakleysi og afsakar allar hinar fyrri sví-virðingar sínar; hún hefir fært
sig í ytri búning, sem hún ætlast til að gjöri sig líka Kristi í augum
manna, en í raun réttri er hún óbreytt. Alt eðli kaþólsku kirkjunnar,
sem fram kom í fornöld, er það sama enn þann dag í dag. Meðul þau,
sem hún beitti í miðaldamyrkrinu notar hún eins, og kenningarnar
Lúk. 9 : 54.