Page 220 - Deilan mikla (1911)

216
Deilan mikla
eru þær sömu. Á þessu ætti enginn að blekkjast. Páfavaldið, sem
mótmælendur svo fúslega veita virðingu nú á dögum, er það sama,
sem stjórnaði heiminum á dögum siðabótarinnar, þegar guð-ræknir
menn risu upp, og hættu lífi sínu til þess að opin-bera svívirðingu
þess og ranglæti. Páfavaldið sýnir sama drambið og sama hrokann,
sem drotnaði yfir kon-ungum og keisurum og þóttist vera fulltrúi
Guðs í heiminum. Andi þessa valds er jafngrimmur og einráður nú,
eins og hann var, þegar það molaði undir sig frelsi manna og myrti
þjóna hins heilaga Guðs.
Páfavaldið er einmitt eins og frá er sagt í spádómun-um, hin
fráfallandi kirkja hinna síðustu tíma, og sem á er bent í bréfinu til
pessaloníkumanna
Það er stefna kaþólsku kirkjunnar að kasta yfir
sig þeirri blæju, sem talin er heppilegust vegna kringumstæðanna, til
þess að koma sínu máli fram; en undir áferðarfagurri skikkju í ýmsri
mynd leynir hún æ og ávalt banvænu höggorms-eitri. “Hvorki ætti
að halda orð né eiða við villutrúar-menn, né þá, sem grunaðir eru
um villutrú”
segir kaþólska kirkjan. Á það að líðast að þetta vald,
sem ritað hefir sögu sína með blóði helgra manna um þús-und ár, sé
nú viðurkent, sem einn hluti af kirkju Krists?
[292]
Í hreyfingu þeirri, sem nú á sér stað í Bandaríkjun-um, er verið að
reyna að fá vernd ríkisins fyrir kirkjuna; feta þar mótmælendur í spor
kaþólskunnar. Þeir gjöra þar jafnvel meira; þeir opna dyrnar fyrir
páfavaldinu og hjálpa því til valda í mótmælendalandinu Ameríku;
þann-ig verða sjálfir mótmælendur til þess að hefja kaþólska valdið
hér í álfu til þeirrar vegsemdar og þeirra áhrifa, sem það hefir tapað í
Evrópu. Og það sem alvarlegast er við þessa hreyfingu er það, að aðal
áherzlan er lögð á að lögskipa sunnudagshelgina— sem er venja, er
upptök sín á í Rómaborg og sem rómverska valdið heldur fram, sem
einkenni yfirráða sinna. Það er andi páfavaldsins, sá andi að beygja
sig undir veraldlegar venjur, virðingin fyrir manna setningum fremur
en boðorðum Guðs, sem er að gagntaka mótmælendakirkjurnar og
leiða þær til að hefja sunnudaginn til sömu dýrðar, og páfakirkjan
gjörði á undan þeim.
Ef lesarinn vill skilja þau meðul, sem brátt verða um hönd höfð
í þeirri miklu deilu, sem í vændum er, þarf hann ekki annað en
2.
Þess. 2 : 3, 4.
Lenfant, “History of the Council of Constance”, 1. hefti, bls. 516 (gefin út 1728).