Áform páfadómsins
217
lesa söguna og sjá hvaða meðul-um var beitt af rómverska valdinu
áður fyr, í sama til-gangi. Vilji lesarinn sannfærast um það, hvernig
kaþólsk-ir menn og mótmælendur fara með þá, er mótmæla kenn-
ingum þeirra, þá þarf hann ekki annað en að athuga þann anda, sem
ríkti hjá rómverska valdinu gagnvart hinum biblíulega hvíldardegi
og þeim, sem hann héldu.
Það var með konunglegum úrskurðum, almennum þingum,
kirkjulegum fyrirskipunum, undir vernd verald-legra valda, að
kaþólska kirkjan náði þeirri tign, sem húr, hefir í hinum kristna heimi.
Fyrsta sporið, sem opinber-lega var stigið, til þess að framfylgja með
valdi sunnu-dagshelginni, voru lög fyrirskipuð af Konstantínusi keis-
ara, 321 e. Kr. Þessi lög lögðu svo fyrir að bæjarfólk skyldi hvílast á
“
hinum heiðursverða degi sólarinnar”, en fólki úti á landsbygðinni
var leyft að vinna akuryrkju-störf. Þótt þetta væru í raun réttri heið-
ingleg lög, þá var þeim samt framfylgt af keisaranum, eftir það að
hann hafði að nafninu til tekið kristna trú.
Vegna þess að slíkt lagaboð fullnægði ekki til þess að afnema
guðlegar fyrirskipanir, tók Eusebius biskup það ráð að lýsa því yfir,
að Kristur hefði flutt hvíldar- dagshelgina frá laugardegi til sunnu-
[293]
dags. Eusebius þessi leitaði vinfengis stjórnenda og var einkavinur
og fylgjandi Konstantínusar. Ekki var komið fram með eitt einasta
atriði úr biblíunni, þessari nýju kenningu til sönnunar. Eusebius
viðurkendi sjálfur að kenningin væri röng, þótt hann gerði það óaf-
vitandi, og benti á hina virkilegu höfunda breytingarinnar, er hann
segir: “Alt það, sem var skylda mannsins á hvíldardeginum, höfum
vér fært til dags Drottins”
En þrátt fyrir það, þótt sunnudags helgi-
skipunin hefði ekkert við að styðj-ast, þá varð hún til þess að stæla
menn í því að fótum-troða hvíldardag Drottins. Allir þeir, sem hljóta
vildu veraldlegan heiður, viðurkendu þessa breytingu.
Þegar páfavaldið hafði náð sér niðri, hélt sunnu-dagshelgin áfram.
Um stundar sakir hélt fólkið áfram að vinna akuryrkjustörf, þegar
það var ekki í kirkju, og sjöundi dagurinn var skoðaður helgidagur
eftir sem áður. En breytingin komst á til fullnustu smám saman.
Þegar kirkjuþinga skipanir ekki dugðu, var verald-lega valdið
fengið til þess að gefa út lög svo hörð, að ótta slægi á fólkið við
að setja sig upp á móti þeim og það þvingað til að halda helgan
Cox, “Sabbath Laws and Sabbath Duties”, bls. 538, gefin út 1853.