218
Deilan mikla
sunnudaginn og hætta þá öllum störfum. Á kirkjuþingi, sem haldið
var í Rómaborg, voru allar fyrri yfirlýsingar staðfestar með meira afli
og á hátíðlegri hátt. Þessar fyrirskipanir voru settar inn í kirkjulögin
og þeim var framfylgt með valdi af hinum veraldlegu yfirvöldum,
svo að segja um allan hinn kristna heim.
Rómverska kirkjan er aðdáanleg í undirhyggju sinni og framsýni.
Hún getur lesið það fyrir fram, sem verða muni. Hún bíður tækifær-
anna og sér mótmælendakirkj-urnar veita henni lotningu og beygja
sig undir kröfur hennar með því að hlýða sunnudagshelgihaldinu, og
hún er reiðubúin til þess að framfylgja þessu ranga helgihaldi með
öllum þeim meðulum, sem hún beitti á fyrri öldum. Þeir sem ekki
hafa meðtekið ljós sannleikans, leita enn-þá upplýsinga hjá því valdi,
sem sjálft þykist vera óskeikult, og þannig verða þeir verkfæri til
þess að upp-hefja kaþólskuna, með því að hlýða fyrirmælum hennar.
Það er ekki vandskilið, hvers vegna kaþólskir menn séu reiðubúnir
[294]
til þess að veita mótmælendum lið þessu til styrktar. Hver skyldi vita
það betur en páfa leiðtogarnir, hvernig fara eigi með þá, er óhlýðnast
kirkjunni?
Og gleymum því aldrei að rómverska kirkjan stærir sig af því, að
hún aldrei taki neinum breytingum. Grund-vallaratriði í kenningum
Gregoriusar VII. og Innocentius-ar III. eru enn þá grundvallaratriði
rómversku kirkjunnar. Og ef hún hefði eins mikið vald og fyr, þá
mundi hún enn framfylgja þessum grundvallar atriðum eins hlífðar-
laust og hún gerði á fyrri öldum. Mótmælendur vita ekki hvað þeir
eru að gjöra, þegar þeir aðstoða kaþólska menn í því að framfylgja
sunnudagshelginni. Á meðan mót-mælendur stæra sig af því, sem
þeir hafa komið til leiðar, er kaþólska kirkjuvaldið að gróðursetja
á ný yfirráð sín, sem hún hafði tapað. Sé þeirri reglu komið á, að
kirkjan geti ráðið yfir eða stjórnað ríkinu og að ríkið geti með valdi
fyrirskipað helgireglur, með öðrum orðum að ríki og kirkja geti
tekið saman höndum, til þess að ráða yfir samvizku manna, þá er
rómversk-kaþólska valdið orðið trygt og örugt.
Guðs orð hefir varað við yfirvofandi hættu; verði þeim aðvörun-
um ekki gaumur gefinn, þá fær mótmæl-endakirkjan að kenna á því,
sem kaþólska valdið hefir í hyggju, en þá verður það orðið um sein-
an, og ekki mögu-legt að losna úr snörunni. Kaþólska kirkjan er að
ná völdum smátt og smátt, án þess að því sé athygli veitt. Kenningar
hennar eru að útbreiða áhrif sín í þingsölum þjóðanna, í kirkjunum