Page 225 - Deilan mikla (1911)

Baráttan sem yfir vofir
221
óháðir, telja það veikleika merki að setja óbifandi traust á biblíuna.
Þeir halda að það sé sönnun fyrir yfirburðum á viti og lær-dómi, að
gera gys að ritningunni, og þykjast geta skýrt og skilið hin mest verðu
sannleiksatriði. Margir prestar kenna söfnuðum sínum, og margir
kennarar kenna læri-sveinum sínum þá villu, að lögmáli Guðs hafi
verið breytt eða það hafi verið stytt og þeir, sem halda enn fast við
hið heilaga orð, og telja það enn eins mikilsvert og áður, að því sé
bókstaflega fylgt, eru taldir háðs og fyrirlitning-ar verðir.
Þegar menn hafna sannleikanum, hafna þeir höfundi hans. Þegar
þeir fótumtroða lögmál Guðs, neita þeir guðdómi löggjafans.
Engin villukenning, sem fylgt er í hinum kristna heimi gegn
valdi Guðs, er gagnstæðari heilbrigðri skyn-semi né hættulegri í
áhrifum sínum, en sú nýja kenning, sem er óðum að útbreiðast, að
Guðs lögmál sé ekki lengur bindandi fyrir menn. Hver þjóð á sín lög,
sem heimta virðingu og hlýðni; engin stjórn gæti verið til án þeirra;
er þá hægt að ímynda sér að skapari himins og jarðar hafi engin lög
til þess að stjórna þeim verum, sem hann hefir skapað? Það væri
miklu meiri samkvæmni í því fyrir þjóðirnar að afnema alla sína
löggjöf, og leyfa fólk-inu að lifa og láta eins og það vill, en fyrir
skapara himins og jarðar að afnema lögmál sitt og láta heiminn án
fyrirmyndar, veita honum ekkert til þess að dæma eftir hina seku og
réttlæta hina hlýðnu. Þegar mælikvarði réttlætisins er brott numinn,
er opnaður vegur myrkra-höfðingjanum til þess að stofna ríki sitt á
jörðinni.
Hvar sem hinum guðlegu fyrirskipunum er hafnað, hættir syndin
að líta út sem synd og réttlætið að verða æskilegt. Þeir sem neita að
[297]
hlýðnast stjórn Guðs, eru með öllu óhæfir til þess að stjórna sjálfum
sér. Með sínum hættulegu kenningum er andi óhlýðninnar gróður-
settur í hjörtum barna og æskulýðs, sem eðlilega eru óþolinmóð
þegar um það er að ræða að beygja sig undir stjórn; og löglaust,
óstjórnlegt félagslíf leiðir af slíku. Um leið og fjöldinn hlær að
trúgirni þeirra, sem hlýða fyrirskipunum Guðs, fylgir hann fúslega
boðum hins illa; fólkið lætur eftir fýsnum sínum og fremur þær
syndir, sem heiðingjunum var hegnt fyrir.
Þeir sem koma fólki til þess að líta smáum augum á boðorð Guðs,
sá óhlýðni, til þess að uppskeran verði óhlýðni. Sé því taumhaldi,
sem hin guðlegu lög setja á menn slept með öllu, þá verða mannleg
lög einnig lítils-virt innan skamms. Vegna þess að boðorð Guðs