222
Deilan mikla
fyrirbjóða syndsamlegar athafnir, svo sem fjárdrátt, lýgi og svik,
fótumtroða menn þau fúslega og skoða lögmál hans sem hindrun
og fyrirstöðu veraldlegra gæða og hamingju; en ef þessum guðlegu
skipunum væri kastað fyrir borð, yrðu afleiðingarnar alvarlegri en
menn gjörðu sér grein fyrir. Ef lögin væru ekki bindandi, hvers
vegna ættu menn þá að veigra sér við að brjóta þau ? Þá væri engin
eign örugg lengur; þá tækju menn eignir náunga síns með ofbeldi,
og sá yrði auðugastur, sem sterkastur væri. Jafnvel líf manna væri
ekki óhult; hjónabandið hætti að vera heilagt vígi til þess að vernda
heimilið. Sá sem kraftana hefði, gæti tekið konu náunga síns með
valdi, ef honum svo sýndist; fimta boðorðið yrði fyrirlitið, eins og
það fjórða. Börnin mundu ekki veigra sér við að taka líf foreldra
sinna, ef þau gætu með því móti komið fram óhreinum hvötum hjarta
síns. Hinn mentaði heimur yrði ekkert annað en ræningjabæli og
manndrápara, og friður, ró og hamingja yrðu útlæg úr heiminum.
Sú kenning, að maðurinn sé leystur frá hlýðni við Guð, hefir
þegar veikt siðferðisþrekið, og opnað ójöfnuði leiðir inn í líferni
mannanna. Lögleysa, ójöfnuður og spilling veltur yfir heiminn eins
og hækkandi flóðalda.
Ójöfnuðurinn og andlega myrkrið, sem átti sér stað á dögum hins
rómverska veldis, voru óhjákvæmilegar af-leiðingar af því að ritn-
ingin var fótumtroðin. En hver er ástæðan fyrir hinu mikla trúleysi;
óhlýðni við Guðs lög og þar af leiðandi spillingu á vorum dögum,
[298]
þegar ljós náðarboðskaparins, virðist skína með allri sinni birtu og
trúfrelsi? Þar sem óvinurinn getur nú ekki lengur haft heiminn á
valdi sínu með því að dylja fyrir honum ritninguna, grípur hann
til annara ráða, í því skyni að koma hinu sama til leiðar. Það að
eyðileggja trúna á ritning-una er honum jafn kært og að eyðileggja
ritninguna sjálfa. Með því að koma inn hjá mönnum þeirri trú, að
lögmál Guðs sé ekki bindandi, afvegaleiðir hann eins mikið og leiðir
til yfirtroðslu, eins og með því að halda mönnum í algerðri fávizku
að því er ritninguna snertir.
Vegna þess að andatrúin líkist allnákvæmlega kristni þessara
tíma, hefir hún afarmikið afl til blekkingar og afvegaleiðslu. Sjálfur
Djöfullinn tekur breytingum eftir því, sem tízkan krefst. Hann birtist
í ljósengils líki; fyrir áhrif andatrúarinnar verða kraftaverk gerð, sjúk-
ir verða læknaðir og mörg óneitanleg undur koma fram. Og vegna
þess að andarnir þykjast trúa ritningunni og láta í Ijósi virðingu fyrir