Page 227 - Deilan mikla (1911)

Baráttan sem yfir vofir
223
kirkjulegum stofnunum, munu menn skoða þessi verk sem vott um
guðlegan kraft. Páfatrúarmenn, sem miklast af kraftaverkum, sem
óskeik-ulu einkenni hinnar sönnu kirkju, munu blekkjast auð-veld-
lega af þessum krafti furðuverka, og mótmælendur afvegaleiðast
einnig, þegar þeir hafa kastað frá sér verju sannleikans. Páfatrúar-
menn, mótmælendur og verald-lega sinnaðir menn, munu jafnt viður-
kenna guðdómseðlið án máttarins, og í þessari samsteypu munu þeir
sjá stör-kostlega hreyfingu til þess að snúa heiminum, og þeir munu
sjá hið langþráða þúsundáraríki koma með flug-hraða. Fyrir áhrif
andatrúarinnar mun líta svo út, sem Djöfullinn sjálfur sé velunnari
mannanna; að hann lækni sjúka og komi fram með fullkomnara
og betra trúarkerfi; en á sama tíma veldur hann í raun réttri alls
konar tjóni. Freistingar hans leiða fjölda manns til glötunar, valda
óhófi, hrynda skynseminni af stóli; leiða til ofnautnar, skapa deilur
og loksins blóðsúthellingar. Djöfullinn gleðst af stríði, því það æsir
verstu tilhneigingar manns-sálarinnar og hryndir henni inn í eilífðina.
saurgaðri á glæpum og löðrandi í blóði. Það er áform hans að æsa
hverja þjóðina í stríð gegn annari; því þannig getur hann leitt hugi
[299]
fólksins frá því að búa sig undir að mæta Guði á degi dómsins.
Djöfullinn notar einnig eðlislögin, til þess að ná á sitt vald hinum
óviðbúnu sálum. Hann hefir gaumgæfi-lega reiknað út leyndardóm-
ana í náttúrunni, og hann beitir öllum kröftum sínum til þess að
stjórna náttúru-öflunum, að svo miklu leyti, sem Guð leyfir honum
það. Þegar honum var liðið að kvelja Job, þá var hann (Job) sviftur
öllu á svipstundu; hann misti fé sitt og eignir; þjónum hans og börn-
um var svift í burtu, og hver mótlætisaldan rak aðra, svo að segja á
svipstundu. Það er Guð, sem verndar skepnur sínar og ver þær fyrir
afli eyðileggjandans. En hinn kristni heimur hefir sýnt fyrir-litningu
fyrir lögum Drottins, og Drottinn gjörir nákvæm-lega eins og hann
hefir lýst yfir að hann muni gjöra. — Hann mun nema brott blessun
sína af jarðríki og draga í hlé vörn og vernd sína frá þeim er gera
uppreist á móti lögum hans og kenningum og þvinga aðra til þess að
gjöra það sama. Djöfullinn stjórnar öllum þeim, sem Guð verndar
ekki sérstaklega. Hann lætur sumum líða vel og veitir þeim auðæfi,
til þess að koma fram áformum sínum, en hann hleður alls konar
erfiðleikum á herðar annara og lætur menn trúa því að það sé Guð,
sem hrjáir þá.