Page 228 - Deilan mikla (1911)

224
Deilan mikla
Þegar hann birtist börnum mannanna, sem dýrðleg-ur læknir, er
veiti þeim bót allra meina, flytur hann þeim í raun réttri alls konar
drepsóttir og hörmungar, þangað til mannmargar borgir eru eyddar
og allslausar. Jafnvel nú á vorum dögum er hann ekki iðjulaus. Djöf-
ullinn er alstaðar að verki, þar sem slys vilja til og hörmungar eru
á ferðum á sjó eða landi; alstaðar þar sem eldar brenna upp eignir
manna, í fellibyljum og haglstormum, í óveðrum og vatnavöxtum,
flóðum og jarðskjálftum; í öllu þessu er hann að verki og kemur því
til leiðar á þús-und vegu. Djöfullinn sópar í burtu vaxandi korni af
blómlegum ökrum og veldur þannig hörmungum og hung-urdauða.
Hann fyllir loftið banvænum sóttkveikjum, sem valda drepsóttum
og dauða. Þessar hörmungar munu verða tíðari og hræðilegri. Eyði-
legging mun dynja yfir menn og skepnur. “Jörðin viknar og kiknar,
heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna.
[300]
Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir
hafa brotið lögin, brjálað boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa”
Og svo mun hinn mikli blekkjari telja mönnum trú um að þeir,
sem þjóna Guði, valdi öllu þessu böli. Þeir sem sjálfir hafa verið
valdið að allri vanþóknun Drottins, munu kenna alla klæki sína þeim,
er með hlýðni sinni við Guð, eru stöðugir ákærendur hinna brotlegu.
Því mun verða haldið fram, að menn móðgi Guð með því að brjóta
sunnudagshelgina, að þetta sé synd, sem hafi í för með sér hörmung,
sem ekki linni fyr en farið sé að halda heilagan sunnudaginn og því
sé framfylgt með valdi, og að þeir, sem halda fram fjórða boðorðinu
og þannig eyðileggi helgi sunnudagsins, séu óróamenn, sem hindri
það að fólkið komist aftur í náð hjá Guði og öðlist veraldleg gæði.
Kraftaverk andatrúarmannanna munu verða til þess að hafa áhrif
gegn þeim, sem vilja fremur þóknast Guði en mönnum. Andarnir
verða látnir kunngjöra að Guð hafi sent þá til þess að sannfæra þá, er
afneiti sunnudeg-inum, um misskilning þeirra og halda því fram að
hlýða skuli lögum landsins eins og lögum Guðs. Þeir munu harma
hina miklu spillingu heimsins og staðfesta vitnis-burð trúarbragða-
kennaranna, er halda því fram að sið-ferðisleysið stafi af því, að
horfið var frá sunnudagshelg-inni. Gremjan verður afar mikil gegn
þeim, sem ekki vilja viðurkenna þessa vitnisburði.
Jes. 24 : 4, 5.