Page 229 - Deilan mikla (1911)

Baráttan sem yfir vofir
225
Stefna hins illa í hinni síðustu deilu við þjóna Guðs, er hin sama,
sem hann hafði þegar hann hóf uppreistina á himnum. Hann þóttist
vera að styrkja og styðja hina guðlegu stjórn, einmitt þegar hann í
laumi var að neyta allra bragða til þess að eyðileggja hana; og einmitt
það athæfi, sem hann framdi sjálfur, kendi hann þeim engl-um, sem
trúir voru Guði sínum. Sama blekkingar stefnan hefir éinkent róm-
versku kirkjuna. Hún hefir þózt koma fram sem útbreiðslustofnun
Guðs ríkis, þar sem hún í raun réttri hefir reynt að upphefja sjálfa
sig yfir Guð og breyta lögmáli hans. Samkvæmt rómverskum lögum
voru þeir bannsungnir, sem illræðismenn, er trúir reynd-ust sannfær-
ing sinni og kenningum náðarboðskaparins; því var lýst yfir, að þeir
[301]
[302]
[303]
væru í samfélagi við hinn illa, og öll möguleg ráð voru upphugsuð
til þess að fá sök á hendur þeim, til þess að láta fólkið skoða þá sem
afbrota-menn, og jafnvel var reynt að koma þeim sjálfum til þess að
trúa því að svo væri. Þegar Djöfullinn reynir að eyði-leggja þá, sem
hlýðnast boðorðum Guðs, lætur hann kæra þá sem lögbrotsmenn;
sem menn er vanvirði Guð og leiði dóm yfir heiminn.
Guð neyðir aldrei mennina móti vilja þeirra eða sann-færingu,
en stefna hins illa er að þvinga menn með harð-ýðgi, þegar hann
getur ekki náð þeim á vald sitt með öðru móti. Með ótta eða ofbeldi
reynir hann að ná yfir-ráðum yfir samvizku manna og ná henni á sitt
vald. Til þess að koma þessu til vegar beitir hann bæði kirkjulegu og
veraldlegu valdi með því að láta grípa til veraldlegrar lagaþvingunar
til þess að kúga til hlýðni við mannleg lög, þvert ofan í Guðs lög.
Þeir sem halda helgan hvíldardag ritningarinnar verða úthrópaðir,
sem óvinir laga og skipulags; sem menn er brjóti niður siðferðis-og
félagsreglur, valdi stjórnleysi og spillingu og valdi reiði Guðs yfir
heiminum. Trúar-sannfæring þeirra verður kallaður þrái, sérvizka
og mót-staða við stjórnarvöldin. Prestar sem neita því að skylda
bindi menn til þess að halda hið heilaga lögmál, munu flytja frá
ræðustólum þá kenningu, að menn eigi að beygja sig undir veraldleg
völd, eins og þau væru skipuð af Guði. Í þinghúsum og réttarsölum
munu þeir, sem boð-orðin halda, verða fordæmdir, og alt lagt út fyrir
þeim á verra veg. Orð þeirra verða rangfærð; þeim verða ætlað-ar
og tileinkaðar hinar verstu hvatir. Þegar mótmælend-ur hafna hinum
skýru, biblíulegu röksemdum lögmáli Guðs til varnar, fýsir þá að
synja þeim máls, er þeir geta ekki mótmælt með biblíunni sjálfri.
Þótt þeir blindi sín eigin augu fyrir því sem rétt er, hafa þeir nú valið