Page 230 - Deilan mikla (1911)

226
Deilan mikla
sér stefnu, sem hlýtur að leiða til ofsókna gegn þeim, er af-segja að
fylgja hinum svokallaða kristna heimi, og viður-kenna staðhæfingar
páfadómsins um helgihald sunnu-dagsins.
Leiðtogar kirkju og ríkis munu taka saman höndum til þess að
múta, telja hughvarf, og þvinga alla flokka til þess að halda helg-
an sunnudaginn. Ofbeldisfull lagaboð munu koma því til leiðar að
[304]
hið guðlega vald hverfur. Stjórnmálaspilling nemur brott réttlætis-
þrána og virð-ingu fyrir sannleikanum. Og jafnvel í hinum frjálsu
Bandaríkjum láta stjórnendur og löggjafar tilleiðast að fylgja hinum
almennu kröfum um sunnudagshelgina; þeir gera það í því skyni að
ávinna sér lýðhylli.
Samvizkufrelsi, sem unnist hefir með svo miklum fórnfæringum,
verður ekki framar í metum haft. Í hinni nálægu baráttu munum vér
sjá uppfyllast orð spámanns-ins, er hann segir: “Og drekinn reiddist
konunni og fór burt til þess að heyja stríð við hina aðra afkomendur
hennar, þá er varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú Krists.
[305]
Opinb. 12 : 17.