Page 231 - Deilan mikla (1911)

Ritningin er örugg vörn
Leitið til lögmálsins og vitnisburðarins. Ef þeir tala ekki sam-
kvæmt þessu orði, þá er það sökum þess að ekkert ljós er í þeim”
Fólki Guðs er beint til biblíunn-ar, sem öruggrar varnar gegn áhrifum
falskennenda og hinum blekkjandi krafti myrkraandanna. Djöfullinn
neytir allra mögulegra bragða til þess að hindra menn frá þekkingu
á ritningunni; því að hin hispurslausu orð hennar skýra blekkingar
hans. Hvar sem verk Guðs er vakið upp eða endurvakið, er myrkra-
höfðinginn nálægur til þess að útbreiða ríki sitt, með enn meira krafti
og fleiri ráðum. Einmitt nú leggur hann sig fram í hinu síðasta stríði
gegn Kristi og fylgjendum hans. Vér munum bráðlega sjá hina síð-
ustu höfuðblekkingu. Antikristur-inn mun framkvæma athæfi sitt
frammi fyrir augsýn vorri. Svo lík munu athæfi hins illa virðast vera
hinu virkilega, að ómögulegt verður að greina þau að, nema fyrir
aðstoð biblíunnar. Með hennar aðstoð verður að reyna hvert einasta
atriði, sem staðhæft er, og hvert ein-asta kraftaverk, sem gert er.
Þeir sem reyna að hlýða öllum boðorðum Guðs, munu verða
fyrir háði og mótstöðu. Þeir standast það einungis með aðstoð Guðs.
Til þess að þeir geti þolað þær hörm-ungar, sem fyrir þeim liggja,
verða þeir að skilja vilja Drottins, eins og hann kemur í ljós í hans
heilaga orði. Þeir geta því aðeins veitt honum verðuga lotningu að
þeir þekki hans rétta eðli, stjórn hans og tilgang og breyti eftir því.
Enginn nema sá einn, sem hefir styrkt huga sinn með sannindum
ritningarinnar, getur staðist hið síð- asta mikla stríð. Hver einasta sál
[306]
verður að spyrja sjálfa sig þessarar spurningar: “Á eg að hlýða fremur
Guði en mönnum?” Tíminn til þess að skera úr því er þegar kominn.
Hefir þú undir fótum þér hið óbrigðula bjarg, sem heitir Guðs orð?
Erum vér reiðubúnir til þess að standa stöðugir í baráttunni fyrir
boðorðum Guðs og trúnni á Jesúm Krist?
Áður en Kristur var krossfestur, sagði hann læri-sveinum sínum
hvað verða mundi; hann sagði þeim að hann mundi verði líflátinn og
rísa upp aftur úr gröfinni; og englar voru viðstaddir til þess að stað-
Jes. 8 : 20 (ensk þýðing).
227