228
Deilan mikla
festa orð hans, og rita þau í hjörtu lærisveinanna. En lærisveinarnir
vonuðust eftir bráðabirgðafrelsi frá rómverska okinu, og þeir gátu
ekki þolað þá tilhugsun að hann, sem þeir bygðu á allar vonir sínar,
skyldi verða að líða smánardauða. Orðin, sem þeir áttu að muna,
höfðu fallið þeim úr minni, og þegar tími reynslunnar kom voru þeir
óviðbúnir. Dauði Krists svifti þá svo gjörsamlega allri von, eins og
þeir hefðu aldrei hlotið neina aðvörun. Í spádómunum er framtíðin
þannig birt oss eins greinilega, eins og hún var birt lærisveinunum í
orðum Krists. Þeir viðburðir, sem eru í sambandi við undirbúnings-
tímann undir stríðið, eru greinilega skýrðir. En fjöldi folks skilur
ekki fremur þennan mikilsverða sannleika, en þótt hann hefði aldrei
verið boðaður. Djöfullinn reynir að hrifsa burtu hvert atriði, sem
miðar til þess að gera þá vitrari í efnum sálu-hjálparinnar, og þegar
tímar erfiðleikanna koma, verða þeir óviðbúnir.
Þegar Guð sendir mönnunum tilkynningu, sem svo er mikils virði
að hann lætur engla sína frá himnum flytja þeim hana með flughraða,
þarf hver einasta mannleg vera, sem skyni er gædd að veita þeirri
tilkynningu athygli. Hinn voðalegi dómur, sem upp verður kveðinn
yfir þeim, er tilbiðja dýrið og líkneski þess, ætti að koma öllum til
þess að íhuga rækilega spádómana, til þess að komast að raun um,
hver séu einkenni dýrsins, og hvernig þeir geti komist hjá því að
verða fyrir þeim einkennum. En fjöldi folks veitir sannleikanum eigi
athygli, en hlustar með athygli á alls konar hégiljur. Þegar Páll postuli
leit í huga sér á hina síðustu daga, sagði hann: “Því að þann tíma
mun að bera, að menn þola ekki hina heilnæmu kenningu”
Sá tími
[307]
hefir þegar komið. Fjöldinn vill ekki heyra sannleika ritningarinnar
sökum þess að hann kemur í bága við fýsnir hins syndumspilta og
heimselsku-fulla hjartalags, og óvinurinn veitir því blekkingu, sem
fjöldinn girnist.
En Guð mun eiga lærisveina á jarðríki, til þess að kenna biblíuna,
og ekkert nema biblíuna, og sýna fram á að hún er hið eina varanlega,
sem mælisnúra fyrir öllum kenningum og grundvallaratriði allra
siðbóta. Skoðanir lærðra manna, ályktanir vísindanna, trúar játningar
og ákvarðanir kirkjuþinga, sem eru jafn margar og jafn ólíkar og
kirkjurnar eru sjálfar, raddir og atkvæði fjöld-ans—alt þetta er einskis
virði með eða móti, þegar um það er að ræða, að ákveða sérstök atriði
2.
Tím. 4 : 3.