Ritningin er örugg vörn
229
trúarbragðalegra skoðana. Áður en nokkur kenning eða fyrirskipun
er viðurkend, ættum vér að krefjast þess að aðal grundvöll-urinn
sé þessi og enginn annar: “Svo segir Drottinn”. Á þessari setningu
einni eiga kenningarnar að byggjast.
Djöfullinn kostar stöðugt kapps um að beina athygli voru frá
skipunum Guðs og að mannasetningum. Hann reynir að láta menn
dýrka biskupa, presta og guðfræðis-kennara, sem leiðtoga sína, í
stað þess að rannsaka ritn-ingarnar og finna réttar leiðir sjálfir. Þegar
hann svo hefir áhrif á hugi þessara leiðtoga, getur hann leitt fólkið
eftir vild.
Þegar Kristur kom í heiminn, til þess að tala orð lifsins, tók alþýð-
an honum fegins hendi, og jafnvel margir prestanna og stjórnendanna
trúðu honum. En aðalmenn-irnir meðal prestanna og leiðtoga þjóð-
arinnar voru ákveðnir í því að fordæma kenningar hans og hafna
þeim.
Þrátt fyrir það, þótt þeim gengi illa með allar til-raunir sínar í því
skyni að finna ákæruefni gegn Kristi, þrátt fyrir það, þótt þeir gætu
ekki annað en fundið til hins mikla vísdóms og krafts, sem fylgdi
orðum hans, þá voru þeir samt þrælbundnir í fjötrum ósanngirninnar;
þeir höfnuðu hinum skýrustu sönnunum fyrir Messíasar-embætti
hans, til þess þeir yrðu ekki að verða lærisveinar hans. Þessir and-
stæðingar Krists voru menn, sem fólk-inu hafði verið kent að tilbiðja
og tigna frá barnæsku: þeirra boðum og skipunum hafði það verið
vant að hlýða og beygja sig fyrir. “Hvernig stendur á því?” sögðu
[308]
þeir, “að leiðtogar vorir og lærðir menn trúa ekki á Jesúm? Mundu
ekki þessir guðræknu menn veita honum móttöku ef hann væri Krist-
ur?” Það voru. áhrif þessara og því-líkra kenninga sem afvegaleiddu
Ísraelslýð og komu honum til að hafna frelsara sínum.
Sami andinn, sem stjórnaði gjörðum þessara presta og leiðtoga,
er ríkjandi enn í dag meðal margra þeirra, sem þykjast vera sérlega
guðræknir. Þeir afsegja að rannsaka vitnisburði biblíunnar, viðvíkj-
andi hinum sér-stöku sannindum, er snerta þennan tíma. Þeir benda
á það, hversu fjölmennir þeir séu, voldugir og vel kyntir, og líta
með fyrirlitningu niður á þá fáu, sem frambera hinn verulega sann-
leika; segja að þeir séu ekki einungis fáir, heldur einnig fátækir og
óvinsælir, og hafi trú, sem aðskilji þá frá heiminum.
Kristur sá það fyrir fram að hið ósæmilega dramb og vald, sem
skriftlærðir og farísear gerðu sig seka í, mundi ekki hætta, þótt Gyð-