Page 234 - Deilan mikla (1911)

230
Deilan mikla
ingar væru hraktir í ýmsar áttir. Hann sá það með spámannsaugum
sínum að mann-legt vald girntist að ráða yfir samvizkum manna; en
það vald hefir verið hin mesta bölvun kirkjunnar á öll-um öldum.
Og hinn hræðilegi dómur hans yfir skrift-lærðum og faríseum, og
aðvaranir hans til fólksins um það að líða ekki þessa blindu leiðtoga,
voru skráð sen bending til komandi kynslóða.
Rómverska kirkjan veitir klerkum einkarétt til þess að þýða og
skýra ritninguna. Undir því yfirskyni að menn, sem lærðir séu í
kirkjulegum fræðum, séu einir færir um að skilja rétt og skýra Guðs
orð, er því haldið frá alþýðunni. Þótt siðabótin yrði til þess að veita
öllum aðgang að ritningunni, þá er það einmitt sama grundvall-
ar atriðið, sem rómverska valdið hélt fram, er aftrar fjöldanum í
mótmælenda kirkjunum frá því að rannsaka og álykta fyrir sjálfa sig,
sannleika biblíunnar; mönnum er kent að viðurkenna alt, eins og það
er framsett og út-lagt af kirkjunni; og þúsundir manna þora ekki að
viður-kenna neitt, sem kemur í bága við trúarjátningar þeirra, hversu
augljóst sem það kann að vera í biblíunni.
Prátt fyrir það, þótt biblían sé full af aðvörunum gegn falskenn-
endum, þá eru samt margir viljugir til þess að leggja þannig velferð
[309]
sálar sinnar í hendur prestanna. Nú á dögum eru þúsundir trújátenda,
sem ekki geta gefið eina einustu ástæðu fyrir því að þeir flytji vissa
kenningu og fylgi henni, aðra en þá, að trúarbragða leiðtogar þeirra
fylgi sömu stefnu. Þeir láta kenn-ingar frelsarans fara fram hjá sér
svo að segja án þess að veita þeim eftirtekt, og hafa óbifandi trú á
kenningum og orðum klerkanna. En eru prestar óskeikulir ? Hvernig
getum vér trúað þeim fyrir sálum vorum, nema því aðeins að vér
höfum sönnun fyrir því frá Guðs orði, að þeir séu sannir ljósberar.
Skortur á siðferðisþreki, til þess að yfirgefa hinar venjulegu brautir,
verður til þess að margir halda áfram að fylgja hinum lærðu mönnum,
og vegna þess að þeir veigra sér við að rannsaka sjálfir, verða þeir svo
rótgrónir í böndum villukenninganna að lítil von er á breytingum til
bóta. Þeir sjá það, að sannleikur þess-ara tíma kemur greinilega fram
í kenningum ritningar-innar, og þeir finna kraft heilags anda fylgja
þeim kenningum ; en samt leyfa þeir mótstöðu klerkanna að halda
sér frá ljósi sannleikans. Þrátt fyrir það þótt dómgreind og samvizka
sé fullviss um hið rétta, þá þora ekki þessar afvegaleiddu sálir að
hugsa á annan veg en prestarnir, og þeir fórna sinni persónulegu